Verjum Reykjavíkurflugvöll Elín Hirst skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina og getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég afar erfitt með að skilja þá ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu. Með þeirri ákvörðun er borgin í raun að gera svokallaða neyðarbraut ónothæfa. Þrátt fyrir að hin nýja byggð nái ekki inn á umrædda flugbraut mun hún hindra bæði aðflug og brottflug. Það segir sig sjálft að við megum alls ekki missa þessa braut, því þrátt fyrir að hún sé sjaldan notuð skiptir hún miklu máli í verstu veðrum og allar áætlanir í farþega- og sjúkraflugi gera ráð fyrir því að hún sé til staðar. Ein veigamestu rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eru þau að í höfuðborginni er eina hátæknisjúkrahús landsins og því lífsnauðsynlegt að koma fólki sem veikist alvarlega fljótt og örugglega til höfuðborgarinnar. Það er því mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Ég er því ekki reiðubúin sem alþingismaður og borgari þessa lands að sætta mig við það að þessi öryggis- og lífsgæðamál fólksins í landinu verði skert með þeim hætti sem nú er verið að gera. Og það er þrengt að flugvallarstarfseminni á Reykjavíkurflugvelli víðar, því gert er ráð fyrir að svokallaðir Fluggarðar hverfi af flugvallarsvæðinu á næstu tveimur árum. Vel má kalla Fluggarða grasrót flugsins. Garðarnir eru byggingar upp á um 8.000 fermetra og þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar. Í Fluggörðum hafa aðstöðu ýmis félög, fyrirtæki, flugskólar, verkstæði og fleira. Það er því augljóst mál að flugvallarstarfsemin mun skerðast til muna ef þessi áform ná fram að ganga. Það eru engin önnur flugvallarstæði sem geta leyst Reykjavíkurflugvöll af hólmi að svo komnu máli, auk þess sem flutningur flugvallarins myndi kosta þjóðina milljarðatugi. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður molaður niður með þessum hætti þá verður hann auðvitað að endingu ónothæfur. Getur verið að það sé einmitt það sem borgaryfirvöld stefna að leynt og ljóst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina og getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég afar erfitt með að skilja þá ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu. Með þeirri ákvörðun er borgin í raun að gera svokallaða neyðarbraut ónothæfa. Þrátt fyrir að hin nýja byggð nái ekki inn á umrædda flugbraut mun hún hindra bæði aðflug og brottflug. Það segir sig sjálft að við megum alls ekki missa þessa braut, því þrátt fyrir að hún sé sjaldan notuð skiptir hún miklu máli í verstu veðrum og allar áætlanir í farþega- og sjúkraflugi gera ráð fyrir því að hún sé til staðar. Ein veigamestu rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eru þau að í höfuðborginni er eina hátæknisjúkrahús landsins og því lífsnauðsynlegt að koma fólki sem veikist alvarlega fljótt og örugglega til höfuðborgarinnar. Það er því mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Ég er því ekki reiðubúin sem alþingismaður og borgari þessa lands að sætta mig við það að þessi öryggis- og lífsgæðamál fólksins í landinu verði skert með þeim hætti sem nú er verið að gera. Og það er þrengt að flugvallarstarfseminni á Reykjavíkurflugvelli víðar, því gert er ráð fyrir að svokallaðir Fluggarðar hverfi af flugvallarsvæðinu á næstu tveimur árum. Vel má kalla Fluggarða grasrót flugsins. Garðarnir eru byggingar upp á um 8.000 fermetra og þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar. Í Fluggörðum hafa aðstöðu ýmis félög, fyrirtæki, flugskólar, verkstæði og fleira. Það er því augljóst mál að flugvallarstarfsemin mun skerðast til muna ef þessi áform ná fram að ganga. Það eru engin önnur flugvallarstæði sem geta leyst Reykjavíkurflugvöll af hólmi að svo komnu máli, auk þess sem flutningur flugvallarins myndi kosta þjóðina milljarðatugi. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður molaður niður með þessum hætti þá verður hann auðvitað að endingu ónothæfur. Getur verið að það sé einmitt það sem borgaryfirvöld stefna að leynt og ljóst?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar