Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Bjarki Ármannsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu. Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu.
Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15