Er þetta hættuspil? Jón Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Eftir að gengistrygging lána var dæmd ógild telja margir ekki ósanngjarnt að aðrir fái almenna höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðisskulda. En fleiri hliðar eru á málinu. Bankar og aðrar lánastofnanir tengja fjárþörf og fjármagn. Meginverkefni eru að tengja ólíkar tímalengdir, ólíkar fjárhæðir, og mismikla áhættu. „Bankaleg“ ákvörðun er fjárhagsmat byggt á raunsæi án tillits til einstaklinga eða pólitískra óska. Hún miðast við verðbréfið sjálft og forsendur þess. Þótt t.d. sami skuldari beri tvö skuldaskjöl, þá eru forsendur skjalanna ekki eins: Ef annað er tekið verður léttara um hitt. Þannig er réttlát „bankaleg“ greining ævinlega mismunun því að forsendur tveggja skjala eru aldrei eins, jafnvel þótt sömu meginlínum sé fylgt.Pólitísk viljaákvörðun En lánastarfsemi er vandasöm. Allt skekkist ef menn fylgja öðrum sjónarmiðum sem miðast við ytri áhrif úr öðrum áttum. Þannig eru pólitísk inngrip eitur í bankastarfsemi, eins og reynslan hefur margsannað. Orðið „afskriftir“ er oft villandi. „Bankaleg“ afskrift er ísköld ályktun: Þetta lán er nú þegar tapað, skuldarinn ræður ekki við það. Pólitísk „afskrift“ af láni er annars eðlis: Þetta er vinur okkar og atkvæði, aðstoðum hann. Höfuðstólslækkunin nú er ekki bankaleg raunsæisaðgerð heldur pólitísk viljaákvörðun sem flokkslegur verkefnisstjóri stýrir. Um þetta hafa leiðtogar stjórnarflokkanna talað heiðarlega, þótt þeir hagi orðum sínum hver með sínum hætti. En „almennur forsendubrestur“ eftir pólitísku ytra mati hæfir lánastofnun illa. Það er alvarlegt að nú hafa stjórnmálamenn tekið sér bankavald með pólitískum inngripum í útistandandi lán, og slíkt boðar sjaldnast farsæld. Ýmsar hættur geta fylgt þessum aðgerðum. Allt öðru máli gegnir um niðurstöðu dómstóls. Af henni verða aðeins dregnar beinar ályktanir. Almennar reglur um lánakerfið, stærð eða samkeppnishætti, eða um lánategundir þurfa ekki heldur að valda hættu, svo sem stuðningur við byggðir, námsfólk, nýsköpun, eða lágtekjuhópa. Pólitískar vinsældaákvarðanir geta hins vegar orðið hættulegt fordæmi, með endurtekningar og framhald, skaðabótamál og vefengingar, o.fl.Hætt á hrun viðskiptakerfis „Bankalegar“ ákvarðanir um 110%-leið eða greiðsluaðlögun standast aldrei vinsældamat á við pólitíska fyrirgreiðslu. Fyrri ríkisstjórn fór með öfgar í skattamálum og fiskveiðigjöldum, en hún gætti sín þegar kom að lánakerfinu. Hún uppskar auðvitað óvinsældir. Vonandi fer núverandi ríkisstjórn ekki lengra en orðið er út á þessa hættubraut. Nú er nefnilega hætta á því að í hvert sinn sem hér verður einhver bylta krefjist menn sambærilegra aðgerða. Kjörorðið verður á hvers manns vörum: „Almennur forsendubrestur.“ Argentínumenn þekkja svipað ástand og hafa sopið seyðið af árum saman. Næsta stig getur orðið pólitískar ákvarðanir um vaxtakjör og gengi, og síðan um það hverjir fá lán og hverjir ekki, og hverjir fá afskrifað. Þetta þekkja Íslendingar líka. Verði látið undan hrynur ekki aðeins lánakerfi og gjaldeyriskerfi heldur gervallt viðskiptakerfi þjóðarinnar. Því er brýnt að staðfest verði opinberlega að höfuðstólslækkunin skapar alls ekki fordæmi heldur er einstök og sérstæð einskiptisaðgerð.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar