Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira