Kaldastríðsklám og íslenskan í Undralandi Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 05:00 Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: Mannúðar- og neyðaraðstoð streymir nú frá Rússlandi til Úkraínu. Winston Churchill vildi að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á Rússland. Greining á líkamstjáningu helstu leiðtoga heims hefur leitt í ljós að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hamingjusamur maður, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er hrokafullur og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er með lítið sjálfstraust. Fyrir skemmstu minntust Þjóðverjar þess að 25 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins. Skugga bar á hátíðarhöldin er þau stóðu sem hæst þegar Mikhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, sagði á málþingi í Berlín að veröldin væri á barmi nýs kalds stríðs. „Sumir segja að það sé nú þegar hafið,“ bætti hann við. Nýjasta útspil yfirvalda í Kreml rennir stoðum undir þá kenningu. Þangað til nýlega hefðu fáir séð uppátækið fyrir. Það hefði verið afskrifað sem kaldastríðsklám, blautar draumfarir Styrmis Gunnars eða Björns Bjarna. Í síðustu viku hóf ný rússnesk útvarpsstöð útsendingar. Hlaut hún nafnið Spútnik eftir gervitunglinu sem Sovétmenn komu á braut um jörðu fyrstir manna og markaði upphafið að geimferðakapphlaupi Rússa og Bandaríkjamanna. En Spútnik er engin venjuleg rússnesk útvarpsstöð. Spútnik er alþjóðleg útvarpsstöð. Útsendingar fara fram á þrjátíu tungumálum í öllum löndum fyrrum Sovétríkjanna sem og mörgum stærstu borgum heims. Sem Lundúnabúi bý ég við þann lúxus að ná útsendingum Spútnik. Ég var spennt þegar ég kveikti á útvarpinu. Eftirvæntingin breyttist þó fljótt í vonbrigði. Á Radíó Spútnik var hvítt svart og svart hvítt. Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar lýsti því sem svo að á stöðinni væri „byggður hliðarraunveruleiki þar sem furðufuglar eru titlaðir sérfræðingar og samsæriskenningar notaðar til að útskýra óréttlæti heimsins.“ Engum blöðum er um það að fletta. Spútnik er áróðursútvarp rússneskra stjórnvalda rétt eins og Spútnik-fréttirnar í upphafi pistilsins bera vott um. Þar sem ég lét Spútnik dóla var ég meðvituð um að mér átti að vera misboðið við hlustunina. En það var eitthvað við blönduna af ranghugmyndum, blekkingum og vænisýki sem varð til þess að önnur tilfinning vaknaði í brjósti mér. Hún var eins og kunnuglegt faðmlag. Var þetta heimþrá? Göbbels félli í stafi Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar undanfarna daga. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að nú þegar er ég farin að eiga erfitt með að skilja íslensku. Vandinn felst þó ekki í hinum stafrænu tækjum. Af íslenskri stjórnmálaumræðu að dæma mætti ætla að ný gullöld áróðurs væri að ganga í garð. Sjálfur Göbbels félli í stafi yfir þeim ýkjum og útúrsnúningum sem gegnsýrt hafa umræðuna undanfarin misseri. Hvítt er ekki svart og svart er ekki hvítt eins og á Radíó Spútnik heldur er hvítt epli og svart appelsínur. Svo vel dulkóðuð eru orð ráðamanna að fátt annað en Alan Turing afturgenginn ætti séns í að afkóða þau. Ég hef legið yfir orðræðunni eins og hinn breski Alan Turing yfir dulkóðanum úr Enigma-vélinni sem Þjóðverjar notuðu til að dulkóða skeytasendingar sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Ég elti Lísu ofan í kanínuholuna og komst að því að svona hljómar íslenskan í Undralandi:Íslensk orðabók 2.0 Skuldaleiðrétting = Snemmbúinn jólabónus handa kjósendum Framsóknarflokksins. Forsendubrestur = Tregi til að taka afleiðingum ákvarðana sinna. Heimilin = Stöndugir borgarar í stöðu til að fjárfesta í eigin húsnæði. Hér áður fyrr hafði aðeins slíkt eignafólk kosningarétt. Spurning hvort ekki eigi að taka þann sið upp aftur. Ekki viljum við að einhver lýður sé að kjósa. Strax = Einhvern tímann, kannski aldrei. 80 milljarða ölmusa skv. ríkisstjórninni = Kosningaloforð uppfyllt. 80 milljarðar ölmusa skv. stjórnarandstöðunni = Kosningaloforð svikið. Samviska = Ný gögn hjá saksóknara. Sannleikurinn = Málinu óviðkomandi. Afsökunarbeiðni = Ertu ekki að djóka í mér. Afsögn = Ekki hjá mínu liði. Fórnarlamb = Golíat. Einelti = Þegar upp kemst um bulluna. Latte = Drykkur föðurlandssvikara. Svo flóknir eru orðavafningar ráðamanna orðnir að senn hlýtur að þurfa að koma á fót sannleiksmálaráðuneyti í anda Orwell til að halda utan um þá. Augljóst er hvaða ónefndi fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra væri „tilvalinn“ í starf ráðuneytisstjóra. Tilvalinn = Með rétt flokksskírteini.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun