„Sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu“ Sveinn Arnarsson skrifar 22. nóvember 2014 09:45 Skiptar skoðanir eru innan þingheims um afsögn innanríkisráðherra. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“ Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi innanríkisráðherra. Fréttablaðið leitaði viðbragða nokkra þeirra. „Afsögn innanríkisráðherra kemur mér ekki á óvart,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Mér finnst hún hefði átt að gera þetta fyrir löngu til að leyfa stjórnsýslunni að njóta vafans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að sitja í ráðuneyti og þaðan eiga ekki að fara upplýsingar. Menn geta líka lært af þessu að þeir eiga að koma hreint fram og ekki reyna að hylja spor sín eða samstarfsmanna sinna.“ „Ég virði ákvörðun Hönnu Birnu,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert skrýtið að hún gefist upp á þessu því það er ekki vinnandi við þessi skilyrði. Það er mikið búið að mæða á henni úr öllum áttum. Menn eru sammála um að það er ekki verjandi að persónuupplýsingar leki úr ráðuneytinu, sama hver á í hlut, það á ekki að gerast.“ „Ég virði yfirlýsingu hennar og það sem þar kemur fram,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Hins vegar er eftirsjá að því frá mínu brjósti að Hanna Birna skuli hverfa af ráðherrastóli. Hún er kvenskörungur og sem kvenréttindakona finnst mér þetta miður. Ég hef tekið það nærri mér og fundist leitt hvernig málið hefur verið blásið út. Það verður sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu. Ég er sannfærð um það að slíkur kvenkostur muni eiga góða framtíð hvar svo sem hún haslar sér völl.“ „Ég styð Hönnu Birnu, þetta er ákvörðun sem hún hefur tekið sjálf, en ég fagna því að hún ætli að halda áfram í stjórnmálum,“ segir Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það segir sig sjálft að þegar ráðherra segir af sér þá er það ekki út af engu. En ég fagna því svo sannarlega að hún skuli ætla að sitja áfram sem þingmaður með okkur í stjórnmálum.“ „Þessi gjörningur kemur mér ekki á óvart og var í raun bara tímaspursmál,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Hún hefði auðvitað átt að stíga til hliðar um leið og málið kom upp. Það gengur ekki að ráðherra skuli hlutast til um rannsókn á eigin ráðuneyti. Sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er að vanda betur til verka þegar ráðnir eru aðstoðarmenn og sýna starfinu sem slíku ákveðna auðmýkt.“
Lekamálið Tengdar fréttir Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11 Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46 Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45 Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41 Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Einar og Ragnheiður líklegustu arftakar Hönnu Birnu Samkvæmt heimildum fréttastofu eru umræður um mögulegan arftaka Hönnu Birnu þegar hafnar innan Sjálfstæðisflokksins. 21. nóvember 2014 15:11
Biður enga afsökunar á lekamálinu Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra. 21. nóvember 2014 16:46
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma af fjöllum Óvissa innan Sjálfstæðisflokksins, en þar töldu menn að Hanna Birna hefði ekki verið á förum. 21. nóvember 2014 14:45
Hanna Birna hættir Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag. 21. nóvember 2014 13:41
Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra. 21. nóvember 2014 16:56