Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Sigríður Björk Á fundi stjórnskipunarnefndar Lögreglustjórar kannast ekki við það verklag sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í lekamálinu. Fréttablaðið/GVA Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira