Milliríkjasamvinna og sjálfsmörk Einar Benediktsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Olíuleit á Drekasvæði Utanríkismál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafsefnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína, því næst sams konar toppfunda Suðaustur-Asíubandalagsins (ASEAN) og Austur-Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20-fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimír Pútín áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður-Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra, CNOOC, hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20. öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórveldasambúðar (e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafsvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginni vináttu við 1,3 milljarða ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP-samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmd að hamli ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar