Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Það kostar tæpar sex þúsund krónur að fá flýtiafgreiðslu á lánshæfismati. Fréttablaðið/Vilhelm Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira