Óheimilt að rukka fyrir lánshæfismat Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Það kostar tæpar sex þúsund krónur að fá flýtiafgreiðslu á lánshæfismati. Fréttablaðið/Vilhelm Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Smálánafyrirtækjunum Kredia og Smálánum var óheimilt að taka sérstaka greiðslu fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála. Með ákvörðuninni var niðurstaða Neytendastofu sama efnis staðfest. Fyrirtækin bjóða neytendum svokölluð smálán að fjárhæð 20 þúsund krónur og er lánstími þeirra 30 dagar. Lánið ber enga vexti en lántökukostnaður er 678 krónur. Lögum samkvæmt er lánshæfismat gert áður en samningur er gerður og tekur framkvæmd slíks mats átta daga. Á hinn bóginn býðst lántökum einnig flýtiafgreiðsla á framkvæmd lánshæfismatsins og tekur afgreiðsla þess þá aðeins um eina klukkustund. Fyrir þessa þjónustu greiða lántakendur aukalega 5.990 krónur. Það er þessi aukakostnaður sem áfrýjunarnefnd Neytendamála telur að fyrirtækjunum sé óheimilt að innheimta. Með þessa niðurstöðu til hliðsjónar vaknar sú spurning hvort lántakendur geti nú krafið fyrirtækin Kredia og Smálán um endurgreiðslu ef þeir hafa greitt gjald fyrir flýtimeðferð á lánshæfismati.Tryggvi AxelssonTryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að reglan sé sú að ef einkaaðilar eða opinberir fái greitt gjald sem ekki er lögmætt þá eigi samkvæmt almennum reglum kröfuréttar að endurgreiða hið oftekna gjald. Hvert tilfelli verði að skoða fyrir sig með hliðsjón af fyrningarreglum, en fyrningarfrestur sé almennt fjögur ár. „Í þessu tilviki er þetta allt frekar nýlegt og varla fyrnt en verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig,“ segir hann. Tryggvi tekur þó skýrt fram að það sé ekki hlutverk Neytendastofu að skera úr um það sem nefnt er „einkaréttarlegur ágreiningur“. „Það er að finna út fyrir hvern og einn neytanda hvaða króna og aura hann geti átt rétt til. Með slík mál verða neytendur að leita fyrst beint til fyrirtækis. Og ef ekki næst samkomulag þá er næsta skref að fara með mál til úrskurðarnefndar utan dómstóla,“ segir Tryggvi. Sé ekki hægt að fá leyst úr ágreiningi í nefnd utan dómstóla þá verði aðeins leyst úr máli fyrir dómstóli. Slík málshöfðun yrði kostnaðarsöm, en hugsanlega gætu lántakendur farið í hópmálsókn. Fréttablaðið náði ekki tali af forsvarsmönnum lánafyrirtækja til að fá úr því skorið hve margir lánasamningar hefðu verið gerðir á grundvelli lánshæfismats með flýtiafgreiðslu.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira