Fengu einir að kaupa Borgun Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 29. nóvember 2014 12:00 Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgunarmálið Sigurjón M. Egilsson Skoðun Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Með öllu er rangt að ætla að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi komið að sölu á eignarhlut Landsbankans, eina ríkisbankans, á þriðjungs eignarhlut í Borgun. Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, og Benedikt sonur hans eru á meðal þeirra sem keyptu hlutinn á rúma tvo milljarða. Nú er upplýst að Landsbankinn seldi hlutinn nánast eftir pöntun. Íslenska ríkið á 98 prósenta hlut í Landsbankanum og Landsbankinn seldi alls 31,2 prósenta hlut í Borgun og fékk fyrir 2,2 milljarða, að lesa má í fréttum. Ekki hefur komið fram með hvaða hætti kaupendurnir greiddu Landsbankanum fyrir hlutinn í Borgun. Ekki hvort kaupin voru staðgreidd eða hvort lánað var fyrir kaupunum. Það á eftir að skýrast. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók málið upp á Alþingi í gær, og sagði meðal annars: „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli. Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði Borgun hafa alla tíð verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í gær. Ekki er annað að sjá en að bankinn hafi selt sinn hlut eftir pöntun frá þeim feðgum, öðrum var ekki gefinn kostur á að kaupa hlutinn, ekkert opið söluferli var viðhaft og þessi einkavæðing kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þorsteinn Sæmundsson fann eitt og annað að sölunni í gær. Víst er að Landsbankamenn eru annarrar skoðunar, þeim þykir vel hafa tekist til og í tilkynningu segir: „Enn fremur hefur það verið markmið samkeppnisyfirvalda að aðeins einn banki sé hluthafi í hverju greiðslukortafyrirtæki á hverjum tíma. Þessi staða var óviðunandi fyrir Landsbankann og því teljum við þetta vera farsæla úrlausn fyrir bankann, félagið og nýja eigendur.“ Nú er ekki vitað, eins og áður sagði, hvernig kaupendurnir fjármögnuðu kaupin. Fyrir tíu árum hefði verið eðlilegast að ætla að Landsbankinn hefði lánað fyrir kaupunum. Vonandi höfum við lært nóg af mistökum fyrri ára til að sú sé ekki raunin. Þessi einkaframkvæmd tókst illa. Það er ekki hægt að ríkið eða fyrirtæki þar sem það á mestan hluta ráðstafi eignum. Ef á að selja þær verður að gera það þannig, að allir sem vilja og geta keppi um eignirnar í opnu ferli. Annað er ómögulegt.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun