Tveir milljarðar í nýja sjúklingaskatta Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. desember 2014 00:00 Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur sameinast um breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er tilraun til að stöðva nokkrar verstu tillögur ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar sem margar hverjar vega að grunngildum samfélagsins sem áralöng sátt hefur ríkt um. Nemendur 25 ára og eldri eiga að halda rétti sínum til að stunda nám í framhaldsskólum, bæta á kjör öryrkja og eldri borgara, ekki á að ganga á rétt atvinnulausra til bóta, útvarpsgjald á að vera óskert og renna allt til RÚV eins og lög gera ráð fyrir. Í tillögunum er líka að finna mörg önnur réttlætis- og mannréttindamál. Einnig eru tillögur um framkvæmdir á ferðamannastöðum og til annarrar atvinnuuppbyggingar. Í tillögum stjórnarandstöðunnar er lagt til að Landspítalinn fái fjármagn til að sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði. Lagt er til að rekstur spítalans verði styrktur svo hægt sé að vinna á biðlistum sem lengjast enn vegna læknaverkfalls og að komið verði til móts við vanda BUGL. Ef fjárlög taka ekki breytingum nú í desember þá mun kostnaðarþátttaka sjúklinga hafa aukist um 1.900 milljónir króna í tíð sitjandi ríkisstjórnar og það án þess að nein stefnumarkandi umræða hafi farið fram. Þetta er gert þrátt fyrir að næstum 4% landsmanna hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu vegna mikils kostnaðar árið 2012. Sambærilegt hlutfall á Norðurlöndum er nærri núlli og þangað eigum við að stefna. Leynt og ljóst er verið að færa kostnað frá ríkinu til sjúklinga. Það er ekki gert í nauðvörn til að ná mikilvægu markmiði um hallalaus fjárlög. Þetta gerist núna þegar staða ríkissjóðs batnar ár frá ári og meðan að ríkisstjórnin tekur ákvarðanir sem leiða til minni tekna af auðlindum landsins. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Annars fylgir enn meiri ójöfnuður og misskipting í kjölfarið. Náum samstöðu um tillögu sameinaðrar stjórnarandstöðu um að hækka ekki gjöld á sjúklinga og tryggjum heilbrigðisþjónustu allra óháð efnahag.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun