Dagur: Fannst margt mæla með Erlingi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 08:00 Erlingur flytur frá Vín í Austurríki til Berlínar í Þýskalandi í sumar er hann tekur við Füchse Berlin. vísir/Daníel Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Enn einn íslenski þjálfarinn hefur verið ráðinn til félags í þýsku úrvalsdeildinni en í gær var tilkynnt að Füchse Berlin hefði ráðið Eyjamanninn Erling Richardsson til að taka við þjálfun liðsins af Degi Sigurðssyni sem hefur náð góðum árangri með félagið síðan hann tók við því árið 2009. Leitin að eftirmanni Dags hófst svo fyrr í haust eftir að hann var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins og mun hann láta af störfum hjá refunum í Berlín í sumar. „Ég held að þetta sé mikið gæfuskref fyrir alla aðila,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær. Hann kom þó ekki að ráðningu Erlings með beinum hætti en Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlin, leitaði þó ráða hjá Degi. „Ég var spurður álits á mörgum þjálfurum og mér fannst mjög margt mæla með Erlingi. Hann er með báða fætur á jörðinni, kemur hreint og beint fram og er góður drengur. Hann hefur sýnt að hann vinnur vel með ungum leikmönnum og það eru eiginleikar sem henta Füchse Berlin afar vel,“ segir Dagur. Erlingur klárar tímabilið með Westwien sem trónir á toppi austurrísku úrvalsdeildarinnar en hann hefur stýrt liðinu undanfarið eitt og hálft ár. Þar er Konrad Wilczynski framkvæmdastjóri en hann þekkir vel til Füchse Berlin og Dags enda var hann sjálfur leikmaður liðsins til margra ára.Dagur SigurðssonFékk góð meðmæli„Við eigum enn í nánum samskiptum við Konny, við fengum góð meðmæli frá honum. Framkvæmdastjóri okkar [Bob Hanning] fékk því góð meðmæli úr mörgum áttum fyrir Erling og fékk strax góða tilfinningu fyrir honum,“ segir Dagur. Hanning hefur komið fram í þýskum fjölmiðlum að undanförnu og tekið fram að margir hafi komið til greina í starfið. „Við tókum okkur tíma til að finna úr því hver passaði best við okkur,“ sagði Hanning í viðtali á heimasíðu félagsins. „ Við komumst að því að við áttum mest sameiginlegt með Erlingi,“ bætti hann við en Erlingur segir sjálfur á síðunni að hann hafi alla tíð lagt áherslu á að hlúa vel að ungum leikmönnum. „Áhersla félagsins er að vera með í keppni bestu liða Þýskalands og Evrópu en við viljum nýta þá stráka sem koma upp úr unglingastarfinu okkar,“ segir Dagur. „Það starf hefur verið öflugt og yfirleitt skilað 1-2 leikmönnum á hverju ári sem eru tilbúnir að taka þann slag.“ Einn af þessum vetrum Füchse Berlin er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og talsvert frá toppliðum deildarinnar. Mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn og lengdist meiðslalistinn enn nú í vikunni. „Ég fékk tilkynningu í [gær]nótt að örvhenta skyttan mín [Konstantin Igropulo] hefði fengið botnlangakast og þurft að fara í aðgerð. Hann spilar því ekki meira með á árinu. Þetta er bara einn af þessum vetrum,“ segir hann í léttum dúr. „En við erum þó ágætlega sáttir á meðan við eigum enn möguleika á að ná efstu 5-6 sætunum sem er það sem við stefndum á fyrir tímabilið. Þá erum við enn með í Evrópukeppninni sem og bikarnum,“ segir Dagur sem reiknar með því að endurheimta nokkra menn úr meiðslum eftir vetrarfríið í deildinni. Auk Dags eru nú starfandi þjálfarar í efstu deild í Þýskalandi þeir Alfreð Gíslason hjá Kiel og Geir Sveinsson hjá Magdeburg. Guðmundur Guðmundsson hætti hjá Rhein-Neckar Löwen í sumar og tók við danska landsliðinu og þá á Ísland fjölda þjálfara á Norðurlöndunum og þýsku B-deildinni.Vinnusamir og lausir við stæla „Ég held að aðalatriðið sé að árangurinn hefur verið góður,“ segir Dagur um sívaxandi vinsældir íslenskra þjálfara. „Þar að auki fer gott orð af íslenskum þjálfurum – þeir eru vinnusamir og lausir við mikla stæla. Almennt tel ég að þeir séu vel liðnir í faginu,“ segir Dagur. Erlingur Richardsson neitaði beiðni Fréttablaðsins um viðtal þegar eftir því var leitað.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira