Óska eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 22:00 Flags of our Fathers skilaði tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum ársins 2005. Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira