Óska eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 22:00 Flags of our Fathers skilaði tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum ársins 2005. Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira