Hreppaflutningar og hagsmunir fyrirtækja Ólafur Stephensen skrifar 20. desember 2014 07:00 Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar um að flytja opinber störf út á land virðist framkvæmd af meira kappi en forsjá. Ákveðið var að flytja Fiskistofu til Akureyrar án þess að nokkuð lægi fyrir um hagkvæmni þeirrar ráðstöfunar. Flest bendir til að flutningur stofnunarinnar muni bæði kosta mikið og rekstur hennar verða dýrari fyrir norðan, til dæmis af því að starfsfólkið ætlar ekki með og það kostar mikið að ráða og þjálfa nýtt fólk. Þá hefur engin úttekt verið gerð á faglegum ávinningi flutningsins; hvort Fiskistofa muni geta rækt eftirlits- og þjónustuhlutverk sitt gagnvart atvinnulífinu jafn vel, betur eða verr en áður. Enginn hefur heldur spurt hvort það verði hugsanlega flóknara og dýrara fyrir sjávarútveginn að vera í samskiptum við stofnunina eftir flutning.Þvert á hagræðingarmarkmiðin Nú skjóta upp kollinum nýjar tillögur um flutning opinberra stofnana frá höfuðborgarsvæðinu, sem eru sama marki brenndar. Ekkert mat á kostnaði, rekstrarhagræði eða faglegum ávinningi liggur að baki óskalista um hreppaflutninga stofnana í þágu meintrar byggðastefnu. Þetta er þvert á ákvæði stjórnarsáttmálans um aukinn aga og sparnað í ríkisfjármálunum, lækkun skatta og niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan hagræðingarhóp, sem á að „velta við hverjum steini“ í leit að möguleikum til að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Á sama tíma starfa nefndir á vegum stjórnvalda við að gera tillögur um dýra og vanhugsaða flutninga stofnana landshorna á milli. Það eru sanngirnisrök fyrir því að landsbyggðin eigi sinn hlut í opinberum rekstri. En þá er hugsanlega nær að setja nýjar stofnanir niður utan höfuðborgarsvæðisins en að flytja rótgróna starfsemi á milli byggðarlaga með tilheyrandi kostnaði og raski.Áhyggjuefni fyrir fyrirtækin Fyrir fyrirtækin í landinu er sérstakt áhyggjuefni þegar rætt er um að færa á milli landshluta eftirlits- og þjónustustofnanir sem sinna atvinnulífinu, án þess að nokkurt mat á kostnaðinum liggi fyrir. Verði afleiðingin sú að rekstur þeirra verði óhagkvæmari og dýrari eftir flutning, getur það þýtt þrennt fyrir fyrirtækin sem þurfa að leita til þessara stofnana. Í fyrsta lagi getur orðið dýrara að vera í samskiptum við þær, einfaldlega vegna fjarlægða. Það er ástæða fyrir því að mikill meirihluti fyrirtækja landsins er staðsettur á suðvesturhorninu þar sem flestir búa og sama ástæða fyrir því að þar eru opinberar þjónustustofnanir settar niður. Í öðru lagi er afar líklegt að með hærri rekstrarkostnaði verði tilhneigingin sú að hækka þjónustu- og eftirlitsgjöld á fyrirtæki. Þau eru nógu há og íþyngjandi eins og staðan er núna og engan veginn á þau bætandi. Í þriðja lagi hefur þróunin verið sú hjá hinu opinbera undanfarin ár að hætta að rukka fyrirtæki um gjöld fyrir það eftirlit eða þjónustu sem raunverulega er látið í té og færa gjaldtökuna fremur yfir í skattheimtu, þar sem stofnunum eru markaðir tekjustofnar með því að gera fyrirtækjunum til dæmis að greiða ákveðið hlutfall af veltu í skatt. Dýrari rekstur opinberra eftirlitsstofnana hefði mjög líklega í för með sér hækkun á þessum sköttum. Atvinnulífið á því heimtingu á að ekki séu teknar vanhugsaðar ákvarðanir um að flytja eftirlits- og þjónustustofnanir á milli landshluta án þess að fyrir liggi vönduð greining á hagkvæmni flutningsins, áhrifum á faglegt starf viðkomandi stofnunar og á hagsmuni þeirra sem þurfa eitthvað til hennar að sækja. Annað eru einfaldlega ekki boðleg vinnubrögð við framkvæmd opinberrar stefnu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun