Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron 31. desember 2014 08:00 Fyrirliðinn Guðjón Valur á æfingu landsliðsins í gær. fréttablaðið/Valli „Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina. Aron fékk þungt hnefahögg í andlitið í miðbæ Reykjavíkur um helgina en hann hafði þá verið úti að skemmta sér með vinum sínum. Af þeim sökum missti hann af fyrstu tveimur æfingum landsliðsins sem hóf formlegan undirbúning sinn fyrir HM í Katar í gær. „Ég fordæmi árásina og við gerum það allir í liðinu. Ég geri mér grein fyrir því hvernig þetta lítur út og eflaust segja sumir að menn eiga ekki vera í bænum og svo framvegis. En áður en fólk byrjar að dæma gjörðir hans þá finnst mér að menn eigi að geta gert það sem þeir vilja í sínum frítíma, svo lengi sem þeir eru ekki að gera neitt af sér. Hefði þetta gerst nokkrum klukkutímum fyrir leik eða æfingu væri þetta annað mál. En við höfum allir rétt á okkar einkalífi og hann var úti að skemmta sér með sínum vinum í sínu jólafríi. Þetta er sorglegt mál og ekkert sem veitir mönnum rétt til að ráðast á nokkurn mann að tilefnislausu.“ Guðjón Valur segir að það hafi verið erfitt að fá símtalið frá Aroni. „Þetta var áfall. Hann bar sig auðvitað illa til að byrja með enda spyrja menn sig af hverju svona lagað kemur fyrir og til hvers. Það er svo ömurlegt að hann skuli missa af þessum æfingum með landsliðinu því hann hefur ekki verið með í síðustu verkefnum og var farinn að hlakka virkilega mikið til að koma inn í hópinn aftur. Hann er langt í frá sáttur og ég skil það vel,“ sagði hann. Fyrirliðinn segir að þetta muni ekki hafa slæm áhrif á leikmannahópinn eða Aron sjálfan. „Ég er viss um að hann komi á fleygiferð inn í hópinn þegar hann fær grænt ljós frá læknunum og munum við taka honum opnum örmum.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55 Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30 Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00 Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40 Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33 Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
Aron með brákað kinnbein | HM í hættu Ný tíðindi voru að berast af meiðslum Arons Pálmarssonar og þau tíðindi eru ekki góð. 30. desember 2014 16:55
Alfreð Gísla hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum fyrir 26 árum Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar hjá þýska stórliðinu Kiel komst í fréttirnar fyrir tæpum 26 árum þegar hann hljóp uppi skemmdarvarga í miðbænum. 30. desember 2014 16:30
Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Segir að árásin á sig hafi veirð með öllu tilefnislaus. 30. desember 2014 11:00
Aron varð fyrir líkamsárás um helgina Ráðist á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í miðbæ Reykjavíkur. 30. desember 2014 09:40
Formaður HSÍ um árásina á Aron: Lögreglan að skoða myndbandsupptökur Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, tjáði sig um líkamsárásina á landsliðsmanninn Aron Pálmarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag. 30. desember 2014 12:33
Aron: Tilefni til umhugsunar Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig. 30. desember 2014 14:05
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn