Handbolti

Sverre byrjar að æfa eftir áramót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverre Andreas Jakobsson.
Sverre Andreas Jakobsson. vísir/vilhelm
Sverre Andreas Jakobsson var ekki á æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá hófst formlegur undirbúningur þess fyrir HM í Katar.

„Sverre þurfti að klára ákveðin mál í sinni vinnu á Akureyri og hann kemur svo til okkar eftir áramót,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari, en um tíma var óvíst hvort Sverre gæti komist frá sínum skuldbindingum á Akureyri til að spila með Íslandi á HM í Katar.

„Hann getur farið með okkur út og ég á ekki von á öðru en að hann verði með okkur af fullum krafti,“ sagði Aron og bætti við að ástand leikmannahópsins væri gott.

„Við tókum hlaupapróf í morgun og ég er ánægður með útkomuna úr því. Það er lítið um meiðsli og vonandi verður það þannig áfram svo við getum stillt upp okkar sterkasta liði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×