Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Litháen 27-15 | Öruggt gegn Litháen Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 9. janúar 2015 14:32 Stjörnumaðurinn Egill Magnússon. Vísir/Valli Lið Íslands skipað leikmönnum undir 21 árs átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Litháen að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2015. Lokatölur urðu 27-15, en eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Íslands miklir. Íslensku strákanna bíður hins vegar mun erfiðara verkefni á morgun þegar þeir mæta Noregi í öðrum leik sínum. Síðasti leikur íslenska liðsins er svo gegn því eistneska á sunnudaginn. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Strandgötu, en efsta sætið í riðlinum gefur þátttökurétt í lokakeppninni í Brasilíu. Litháar héldu í við íslenska liðið framan leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5-4, Íslandi í vil. En þá skildu leiðir. Íslenska vörnin skellti í lás og fyrir aftan hana var Ágúst Elí Björgvinsson vel með á nótunum, en hann varði alls 19 skot í leiknum. Litháar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-5, Íslandi í vil. Sturla Magnússon fór á kostum á línunni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik, mörg hver eftir gullsendingar frá Ómari Inga Magnússyni, félaga hans í Val. Íslensku strákarnir slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik, en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson, þjálfarar liðsins, dreifðu álaginu vel, enda stutt á milli leikja um helgina. Ísland vann að lokum tólf marka sigur, 27-15, og byrjar undankeppnina vel. Það eina sem skyggði á sigurinn var að hornamaðurinn Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn og verður því í banni gegn Noregi á morgun.Gunnar: Vont að missa Gunnar í bann Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta, var hæstánægður með sigurinn á Litháen í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu í sumar. "Þetta var draumabyrjun á þessari helgi. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er gott að byrja á sigri. Við mættum sterkir til leiks og varnarleikurinn var frábær sem og markverðirnir. "Við vissum fyrirfram að þetta væri veikasta liðið í riðlinum og vissum ekki mikið um það, en það var mikilvægt að vinna og ná skrekknum úr mönnum," sagði Gunnar en hann og Reynir Þór Reynisson voru duglegir að rúlla liðinu í dag. "Þetta er löng helgi og það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og koma sem flestum inn í þetta," sagði Gunnar, en skyttan öfluga, Egill Magnússon, var hvíldur í dag vegna meiðsla í læri. Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Norðmönnum. Gunnar segir að fjarvera nafna síns, Malmquist Þórssonar, setji strik í reikninginn en hann fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik í dag. "Norska liðið er mjög sterkt, en við höfum miklar upplýsingar um það og spiluðum við það í sumar. "Við komum virkilega vel undirbúnir til leiks á morgun, en það setur strik í reikninginn að Gunnar fékk leikbann. "Við ætluðum að nýta hans styrkleika varnarlega í leiknum á morgun, því Norðmenn eru með gríðarlega sterka örvhenta skyttu. Við þurfum því að breyta leikplaninu aðeins," sagði Gunnar að lokum.Sturla: Höfum gert þetta nokkrum sinnum í Valsheimilinu Sturla Magnússon átti flottan leik á línunni þegar Ísland lagði Litháen örugglega að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í dag. Hann kvaðst sáttur með sigurinn og sína frammistöðu. "Þetta var góð byrjun. Baráttan var góð og liðsheildin sigldi þessu heim. "Þetta var fyrsti U-21 árs landsleikurinn minn og það var fínt að byrja af svona krafti," sagði Sturla sem var ánægður með félaga sinn, Ómar Inga Magnússon, sem var duglegur að finna hann á línunni í fyrri hálfleik. "Við höfum gert þetta nokkrum sinnum niðri í Valsheimili og í leikjum með öðrum flokki. Það er alltaf gaman þegar það opnast fyrir mann," sagði Sturla sem bjartsýnn fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. "Við erum allir að vinna saman og það er fyrir öllu. En nú þurfum við að hætta að hugsa um þennan leik og koma okkur niður á jörðina fyrir Noregsleikinn." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Lið Íslands skipað leikmönnum undir 21 árs átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Litháen að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2015. Lokatölur urðu 27-15, en eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Íslands miklir. Íslensku strákanna bíður hins vegar mun erfiðara verkefni á morgun þegar þeir mæta Noregi í öðrum leik sínum. Síðasti leikur íslenska liðsins er svo gegn því eistneska á sunnudaginn. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Strandgötu, en efsta sætið í riðlinum gefur þátttökurétt í lokakeppninni í Brasilíu. Litháar héldu í við íslenska liðið framan leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5-4, Íslandi í vil. En þá skildu leiðir. Íslenska vörnin skellti í lás og fyrir aftan hana var Ágúst Elí Björgvinsson vel með á nótunum, en hann varði alls 19 skot í leiknum. Litháar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-5, Íslandi í vil. Sturla Magnússon fór á kostum á línunni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik, mörg hver eftir gullsendingar frá Ómari Inga Magnússyni, félaga hans í Val. Íslensku strákarnir slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik, en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson, þjálfarar liðsins, dreifðu álaginu vel, enda stutt á milli leikja um helgina. Ísland vann að lokum tólf marka sigur, 27-15, og byrjar undankeppnina vel. Það eina sem skyggði á sigurinn var að hornamaðurinn Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn og verður því í banni gegn Noregi á morgun.Gunnar: Vont að missa Gunnar í bann Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta, var hæstánægður með sigurinn á Litháen í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu í sumar. "Þetta var draumabyrjun á þessari helgi. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er gott að byrja á sigri. Við mættum sterkir til leiks og varnarleikurinn var frábær sem og markverðirnir. "Við vissum fyrirfram að þetta væri veikasta liðið í riðlinum og vissum ekki mikið um það, en það var mikilvægt að vinna og ná skrekknum úr mönnum," sagði Gunnar en hann og Reynir Þór Reynisson voru duglegir að rúlla liðinu í dag. "Þetta er löng helgi og það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og koma sem flestum inn í þetta," sagði Gunnar, en skyttan öfluga, Egill Magnússon, var hvíldur í dag vegna meiðsla í læri. Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Norðmönnum. Gunnar segir að fjarvera nafna síns, Malmquist Þórssonar, setji strik í reikninginn en hann fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik í dag. "Norska liðið er mjög sterkt, en við höfum miklar upplýsingar um það og spiluðum við það í sumar. "Við komum virkilega vel undirbúnir til leiks á morgun, en það setur strik í reikninginn að Gunnar fékk leikbann. "Við ætluðum að nýta hans styrkleika varnarlega í leiknum á morgun, því Norðmenn eru með gríðarlega sterka örvhenta skyttu. Við þurfum því að breyta leikplaninu aðeins," sagði Gunnar að lokum.Sturla: Höfum gert þetta nokkrum sinnum í Valsheimilinu Sturla Magnússon átti flottan leik á línunni þegar Ísland lagði Litháen örugglega að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í dag. Hann kvaðst sáttur með sigurinn og sína frammistöðu. "Þetta var góð byrjun. Baráttan var góð og liðsheildin sigldi þessu heim. "Þetta var fyrsti U-21 árs landsleikurinn minn og það var fínt að byrja af svona krafti," sagði Sturla sem var ánægður með félaga sinn, Ómar Inga Magnússon, sem var duglegur að finna hann á línunni í fyrri hálfleik. "Við höfum gert þetta nokkrum sinnum niðri í Valsheimili og í leikjum með öðrum flokki. Það er alltaf gaman þegar það opnast fyrir mann," sagði Sturla sem bjartsýnn fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. "Við erum allir að vinna saman og það er fyrir öllu. En nú þurfum við að hætta að hugsa um þennan leik og koma okkur niður á jörðina fyrir Noregsleikinn."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira