Handbolti

Dagur: Sjáum til á morgun þegar leikurinn verður jafnari

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dagur Sigurðsson í Höllinni í dag.
Dagur Sigurðsson í Höllinni í dag. Vísir/Ernir
„Ég held að frá og með miðjum fyrri hálfleik var þetta orðið ágætlega gott í vörninni,“ sagði Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands eftir sigurinn á Íslandi í dag.

„Við vorum enn að gera töluvert af tæknifeilum í sókn þar sem við náum ekki að koma skotum á markið. Það lagaðist í seinni hálfleik og við urðum alltaf öruggari og öruggari.

„Íslendingarnir misstu aðeins móðinn og við náðum að ganga á lagið en ennþá  er fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Dagur sem var með einfalt upplegg fyrir leikinn í dag.

„Ég var í fyrsta lagi að hugsa um að vinna. Það er besta meðalið. Svo fengum við ágætis mynd á 6/0 vörnina sem við erum lítið búnir að æfa. Svo sáum við ákveðna vankanta á 5/1 vörninni sem við höfum verið að spila.

„Það má ekki gleyma því að við vorum að spila með litla pressu á okkur í seinni hálfleiknum með góða forystu. Við sjáum á morgun þegar leikurinn verður jafnari hvernig menn líta út.

„Íslenska liðið gjörbreytist með að fá Aron (Pálmarsson) inn. Alexander (Petersson) bar þetta að miklu leyti uppi í fyrri hálfleik og ef þeir fá Aron inn á vinstri vænginn þá eru þeir orðnir alveg hrikalega sterkir.

„Það eru öll lið sem sín vandamál og þeir fá góðan tíma til að undirbúa sig eins og við komum til með að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×