EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 11:00 Verkamennirnir vinna við hættulegar aðstæður og sofa í gámum í eyðimörkinni. myndir/jan poulsen/extra bladet Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira