EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 11:00 Verkamennirnir vinna við hættulegar aðstæður og sofa í gámum í eyðimörkinni. myndir/jan poulsen/extra bladet Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira