Brand og Baur lofa Dag í hástert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 13:21 Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja og Dagur Sigurðsson, núverandi þjálfari liðsins. Vísir/Getty Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30
Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00
Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30
Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30