Handbolti

Getspeki tveggja Íslendinga skilaði þeim ferð á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Íslenska landsliðið datt út leik í sextán liða úrslitunum á HM í handbolta í Katar en Ísland átti hinsvegar tvo af þremur getspökustu mönnunum í tippleik heimsmeistaramótsins.

Alþjóðahandboltasambandið bauð upp á getraunaleik á heimasíðu sinni þar sem viðkomandi þátttakandi gat giskað á úrslit allra leikja í riðlakeppninni.

Þrír efstu í leiknum fá fría ferð á úrslitahelgi heimsmeistaramótsins og eru því á leið til Katar um næstu helgi.

Íslendingarnir Óli Ævarsson og Þórir Ólafsson voru báðir í hópi þriggja efstu ásamt Spánverjanum Sergio Ruiz Torres. Niðurstöður leiksins má finna hér.

Spádómsgáfa þessara þriggja aðila hefur heldur betur skilað sér og ekki ónýtt fyrir þá að vera á leið í lúxusferð á leiki bestu handboltaþjóða heims.



Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×