Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Arnar Björnsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 12:15 Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00
Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti