Lauge: Miklvægast að gefa Íslandi ekki von
Danmörk, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, sló þá Ísland úr leik í keppninni með öruggum sigri þar sem Danir rúlluðu yfir strákana okkar með frábærum upphafsmínútum.
„Við spiluðum virkilega vel allan leikinn en byrjunin var frábær. Við spiluðum frábæra vörn og Niklas [Landin] tók allt sem kom á markið,“ sagði Lauge við Vísi í dag. „Við nýttum hraðaupphlaupin og allt það sem Guðmundur var búið að leggja áherslu á í undirbúningnum gekk eftir. Þetta voru fullkomnar 20 mínútur og unnum við leikinn á þessum kafla.“
Hann segir að danska liðið hafi gefið eftir í öðrum leikjum en að þeir hafi spilað af góðum krafti allan leikinn gegn Íslandi. En allra mikilvægast hafi verið að byrja vel. „Ef Íslendingar fá það á tilfinninguna að þeir eigi geti unnið eða haldið spennu í leiknum þá gera þeir andstæðingnum erfitt fyrir. Þeir berjast, berjast og berjast endalaust áfram. Það var mikilvægast fyrir okkur að gefa ekki Íslandi von í byrjun leiksins.“
Ítarlegt viðtal verður við Lauge í Fréttablaðinu á morgun.
Tengdar fréttir
Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM
Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld.
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra
Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha.
Aron Kristjáns: Erfitt þegar Landin er í stuði
Aron Kristjánsson segir að sigur Dana á Íslendingum hafi verið sanngjarn. Hann vill ekki svara því hvort hann myndi velja sömu leikmenn ef hann stæði frammi fyrir því að velja liðið núna.
Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu
Kvöldið var afar sérstakt fyrir Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara Danmerkur. Þá mætti hann drengjum sem hann þjálfaði í mörg ár og vann til tveggja verðlauna með á stórmótum.
Guðjón Valur: Mættum sterkara liði
Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk úr ellefu skotum gegn Dönum og var sá eini í liðinu sem lék allan leikinn. Var það áfall að komast ekki lengra í keppninni en í 16 liða úrslit?