„Væri sárt að missa af ÓL í Ríó“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 27. janúar 2015 16:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Eva Björk Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40
Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00