Handbolti

Gensheimer: Lichtlein sá um líftrygginguna

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins.
Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins. Vísir/Getty
Fyrirliði Þjóðverja, Uwe Gensheimer, skoraði sex mörk í öruggum sigri Þjóðverja á Egyptum í 16-liða úrslitum í Lusail í dag.  Markvörður þýska liðsins, Carsten Lichtlein, var frábær en hann varði 20 skot af þeim 36 sem hann fékk á sig.  Egyptar fengu 7 vítaköst en Lichtlein varði sex þeirra.

„Við spiluðum vel, sérstaklega í vörninni.  Carsten Lichtlein sá um líftrygginguna fyrir okkur og hann bjó til fullt af mögulegum fyrir okkur í sókninni. Lykillinn að sigrinum var að við byrjuðum vel í seinni hálfleik og vorum komnir með 10 marka forystu um hann miðjan. Áhorfendur voru allir á bandi Egypta“.    

Næstu mótherjar verða heimamenn í Katar, hvernig leggst sá leikur í fyrirliðann.

„Sá leikur verður eins og þessi, hörkuleikur því þetta er útileikur hjá okkur því áhorfendur verða á bandi þeirra.   Við þurfum að ná forystu í leiknum og halda frumkvæðinu eins og gegn Egyptum og vona að vafaatriðin í dómgæslunni falli ekki öll með heimamönnum“.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×