Krabbameinsleit í afmælisgjöf Helga María Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2015 08:50 Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnvel þótt við viljum stundum halda að við séum ódauðleg og finnst óþægilegt fá áminningu um að við séum það ekki, þá er staðreyndin sú að lífið er hverfult og það getur alltaf eitthvað komið upp á, jafnvel fyrir mann sjálfan. Krabbamein er samheiti yfir marga sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að galli verður í þróunarferli frumna vegna stökkbreytingar eða galla. Þetta veldur því að frumurnar fjölga sér stjórnlaust og starfsemi frumnanna verður ekki eins og hún á að vera. Þetta getur gerst í öllum vefjum og líffærum líkamans en eru birtingarmyndir þess mismunandi. Krabbameinin eru kennd við upphafslíffæri en þau geta dreift sér um líkamann (meinvörp).Ristilkrabbamein var þriðja algengasta krabbameinið hjá konum á Íslandi og fjórða algengasta hjá körlum á árunum 2008-2012 samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Krabbamein var næst stærsti flokkur dánarmeina á Íslandi árið 2009, á því sama ári létust 50 manns úr ristilkrabbameini (Hagstofan). Það er alltaf stefna heilbrigðisstarfsmanna að finna leiðir til að minnka líkur á krabbameinum og eru forvarnir mikilvægur hluti þar. Kosturinn við ristilkrabbamein er sá að það er yfirleitt læknanlegur sjúkdómur EF hann greinist nógu snemma. En það getur liðið langur tími frá því að fólk finnur fyrir breytingum í hægðamynstri þar til það leitar til læknis. Í dag er í boði að fara í skimun fyrir ristilkrabbameini og forstigi þess. Blóð í hægðum getur verið eitt einkenni um ristilkrabbamein. Hægt er að athuga með einföldu prófi hvort að blóð finnist í hægðum, en það getur einnig stafað af öðrum orsökum og því er möguleiki á ristilspeglun til frekari greiningar. Þar er farið með speglunartæki inn um endaþarminn og þrætt upp ristilinn og slímhúðin skoðuð þannig. Stundum eru tekin vefjasýni og gerðar vefjarannsóknir ef vísbendingar eru um breytingar á slímhúð. Með þessu er hægt að sjá og greina ristilkrabbamein á öllum stigum þess. Á fyrsta stigi ristilkrabbameins koma ekki alltaf fram einkenni sem gefa til kynna hversu mikilvæg skimunin er. En önnur almenn einkenni geta verið þreyta, magnleysi og þyngdartap. Mælt er með því að allir einstaklingar fimmtugir eða eldri eigi að fara reglulega í skimun fyrir ristilkrabbameini þrátt fyrir því að vera einkennalausir. Með því að fara reglulega í skimun er möguleiki á því að lækka dánartíðni af völdum sjúkdómsins en það fer algerlega eftir okkur sjálfum. Ég tel því mjög sniðugt að gefa sjálfum sér ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf þar sem það er ein besta gjöf sem þú getur gefið þér. Tökum ábyrgð á okkar eigin heilsu og förum í skimun.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar