Handbolti

Róbert: Kannski óþægilegra fyrir hann að mæta okkur en öfugt

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins, lék lengi í Danmörku og þekkir vel til flestra leikmenn danska liðsins.

„Það er svolítið síðan ég spilaði þarna en ég var í þrjú ár þarna og á góðar minningar frá Danmörku og leið mjög vel þar. Það er alltaf gaman að spila á móti þeim og svo spila ég með einum þeirra í Parísarliðinu og ég þekki leikmennina ágætlega“.

„Við getum unnið alla og við getum líka tapað fyrir öllum. Við höfum sýnt þjóðinni það nokkuð skýrt í þessu móti,“ sagði Róbert.           

Hvernig er munurinn á tilfinningunum eftir Tékkaleikinn og sigurleikinn gegn Egyptum í gærkvöldi?

„Þetta er þvílík tilfinninga rússibanaferð. Menn fara langt niður en á svona stuttu móti þarftu að vera snöggur upp og byrja að „mótivera“ sjálfan þig og strákana í kringum þig.

„Þegar þú ert í liði þýðir ekkert að hugsa bara um sjálfan sig. Þegar vel gengur kemur þetta bara eins og einhver alda sem ýtir þér á brettinu áfram. Þetta eru tveir ólíkir pólar“.

Nú mætið þið Gumma Gumm. Hvernig er að eiga við gamla þjálfarann?

„Það er mjög skemmtilegt. Það er alltaf gaman að mæta gömlum félögum hvað þá gömlum þjálfara. Guðmundur er með lið í höndunum sem búið er að spá heimsmeistaratitli og þá hljóta þeir að vera sigurstranglegri.

Ég held að hann sé stressaður fyrir þennan leik og kannski óþægilegra fyrir hann að mæta okkur en fyrir okkur að mæta honum. Það hefur alltaf verið gaman að spila á móti Danmörku þarna liggja bræðrabönd. Þetta hafa yfirleitt verið skemmtilegir leikir ef við undanskiljum einn eða tvo og allt getur gerst.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×