Hálf öld af ömurleika Kári Örn Hinriksson skrifar 23. janúar 2015 12:53 Ég tek ekki oft upp pennann og skrifa greinar sem ég birti síðan opinberlega. Oftast læt ég mér nægja að nöldra á Facebook en núna er klukkan orðin þrjú um nótt og það er eitthvað sem heldur mér vakandi. Það sem heldur mér vakandi er ekki hræðsla við myrkrið, flensan sem vill bara ekki fara eða aukaverkanirnar af krabbameinslyfjunum sem ég er að taka, heldur grein sem ég las fyrr i dag á netinu en ég hef verið að klóra mér í hausnum yfir alveg síðan.Greinin birtist á blogghluta Smartlands, á myrkum og innihaldslausum stað internetsins sem ég skoða aldrei, en Facebook-tengill á fyrirsögnina af blogginu vakti athygli mína. „Ömurlegasta afmælisgjöf ævinnar.“ Hún er skrifuð af konu sem heitir Jóna Ósk og hún er greinilega á miklum tímamótum í lífinu. Greinin fjallar um þá dramatísku lífsreynslu sem Jóna þurfti að ganga í gegn um þegar að hún fékk fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum og hræðilegan eftirleik af þessari gjöf sem hafði greinilega djúp áhrif á sálartetur hennar. Pakkinn sem Jóna fékk inn um bréfalúguna var ekki stór, en á honum stóð „Til hamingju með afmælið.“ Jóna skýrir síðan frá því hvað gleðin af þessum óvænta pakka stóð stutt yfir en fljótt kom í ljós að babb var í bátnum. Í pakkanum var próf til þess að mæla ósýnilegt blóð í hægðum, en slík próf kosta ekki nema rúmlega 5000 krónur út í næsta apóteki og því greinilega um ómerkilega og ódýra, skíta-gjöf að ræða. Það var samt ekki það sem truflaði Jónu, heldur hvernig í ósköpunum einhver illa innrættur heilbrigðisstarfsmaður gat dirfst að senda henni slíkt próf á jafn stórum tímamótum og þegar að hún var að verða fimmtug! Það sést í skrifum hennar hvað þessi gjöf tók mikið á og hvað afmælið var gjörsamlega ónýtt, eða ef ég vitna í Jónu, „þessi afmælisgjöf hreinlega drap niður alla gleði og mér leið eins og ég hefði fengið naglann í líkkistuna mína.“ Jóna lýsir því í blogginu sínu hversu erfitt hafi verið að sættast við nýju aldurstöluna og að gjöfin hafi verið sú allra ömurlegasta sem hún hafi fengið. Hún lýsir því hvernig tilfinningin var að opna gjöfina og setur stórt spurningamerki við tímasetninguna, að hún þurfi að koma akkúrat á þessum stóru tímamótum, því eins og við vitum öll þá fær fólk ekki ristilkrabbamein nema þegar að það er tilbúið fyrir það. En Jóna er tilbúinn í baráttuna! Hún er orðin fimmtug sem er gríðarlega erfitt eins og allir vita, og hún fékk þennan andstyggðarpakka í afmælisgjöf. Eftir svoleiðis sjokk, þá hljóta önnur verkefni í lífinu eins og krabbamein að vera leikur einn. Að þurfa að fara í ömurleg greiningartæki, að þurfa að eiga við ömurlegt heilbrigðiskerfi, að þurfa að taka inn ömurleg krabbameinslyf með ömurlegum aukaverkunum. Að lifa alla daga í ömurlegri óvissu og að lokum gæti maður þurft að yfirgefa þessu ömurlegu tilveru með ömurlegum dauðdaga. Á Íslandi deyja 50 manns árlega úr ristilkrabbameini en það er einmitt næst algengasta krabbameinið á landinu. Rannsóknir hafa sýnt að skimun fyrir því virkar, enda hækka lífslíkur fólks sem greinist snemma með meinið gríðarlega. Talað er um í erlendum ritrýndum rannsóknum að skimun eins og Jóna fékk gefins, ef hún er tekin á tveggja ára fresti, auli batalíkur fólks sem greinist með meinið um 15%. Það má því álykta að skimun gæti bjargað, eða sé að bjarga, sjö til átta mannslífum á ári hér á landi, en eins og við hljótum að læra af reynslu Jónu þá er það lítill ávinningur ef svona gjöf gjörsamlega rústar fimmtugsafmælum fólks.Jóna mætti síðan á Bylgjuna í morgun og talaði um ákveðið grín í skrifum sínum og þeim slæmu viðbrögðum á netinu sem hún hefur fengið við pistlinum. Hún talaði um að pistillinn hefði verið skrifaður í kaldhæðni, líkt og stór hluti af þessum, og líkti ástandi sínu við ef einhver myndi húðskamma þungyndis eða geðsjúkling fyrir það eitt að vera veikur og tjá tilfinningar sínar. Hún missir algerlega af punktinum sem er sá að skrif hennar særðu mjög marga sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu eða sinna dag eftir dag og taka því ekki sem jafn sjálfsögðum hlut og Jóna. Oft er það fólk sem yrði himinlifandi ef það yrði einfaldlega fimmtugt. Jóna Ósk hefur fengið að lifa í hálfa öld en skrif hennar gefa það ekki til kynna. Ef eitthvað eins og lítill pakki, sem bjargar mannslífum, fer svona rosalega í einhvern, getur sá hinn sami ekki verið mjög lífsreyndur, eða haft mikinn skilning á því hversu dýrmætt lífið er. Í mínu sjúkdómsferli hef ég kynnst mörgum ungum æðrulausum hetjum. Fólk sem greindist með sjúkdóminn í blóma lífsins, á mestu mótunarárum þess, eða bara rétt eftir að þau öðluðust nógu mikinn þroska til þess að fatta að við erum öll dauðleg. Margar af þessum hetjum þurftu að lúta í lægra haldi gegn sjúkdómnum. Sumar áður en þeir náðu að verða 10 ára, aðrar rétt eftir fermingaraldur, enn aðrar hetjur töpuðu sinni baráttu rétt áður en þær urðu tvítugar. Ég vildi bara óska að Jóna Ósk hefði notið lífsins betur þegar að hún gat það, því nú þegar að hún er fimmtug gæti hún fengið alveg ömurlegt krabbamein. Skilaboðin sem mig langar að senda úr þessari andvökunótt eru ekki þau að ég sé bitur og hræddur ungur maður, sem ég er samt sem áður, heldur þau að fólk má ekki taka lífinu sem gefnum hlut. Það er nú einu sinni aðeins einn vöðvi sem heldur í okkur lífinu og ef hann gefst upp af einhverjum þeim þúsund ástæðum sem hann fær til þess að gefast upp, þá er allt búið. Enginn veit hvað er fyrir handan hornið og skilaboðin sem ég vil senda eru þau að það er okkar verkefni að reyna að temja okkur það hugarfar að dagurinn í dag sé gjöf, og að kraftaverkið sem lífið sjálft er, sé alveg sérstök gjöf! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tek ekki oft upp pennann og skrifa greinar sem ég birti síðan opinberlega. Oftast læt ég mér nægja að nöldra á Facebook en núna er klukkan orðin þrjú um nótt og það er eitthvað sem heldur mér vakandi. Það sem heldur mér vakandi er ekki hræðsla við myrkrið, flensan sem vill bara ekki fara eða aukaverkanirnar af krabbameinslyfjunum sem ég er að taka, heldur grein sem ég las fyrr i dag á netinu en ég hef verið að klóra mér í hausnum yfir alveg síðan.Greinin birtist á blogghluta Smartlands, á myrkum og innihaldslausum stað internetsins sem ég skoða aldrei, en Facebook-tengill á fyrirsögnina af blogginu vakti athygli mína. „Ömurlegasta afmælisgjöf ævinnar.“ Hún er skrifuð af konu sem heitir Jóna Ósk og hún er greinilega á miklum tímamótum í lífinu. Greinin fjallar um þá dramatísku lífsreynslu sem Jóna þurfti að ganga í gegn um þegar að hún fékk fimmtugsafmælisgjöf frá Bláa naglanum og hræðilegan eftirleik af þessari gjöf sem hafði greinilega djúp áhrif á sálartetur hennar. Pakkinn sem Jóna fékk inn um bréfalúguna var ekki stór, en á honum stóð „Til hamingju með afmælið.“ Jóna skýrir síðan frá því hvað gleðin af þessum óvænta pakka stóð stutt yfir en fljótt kom í ljós að babb var í bátnum. Í pakkanum var próf til þess að mæla ósýnilegt blóð í hægðum, en slík próf kosta ekki nema rúmlega 5000 krónur út í næsta apóteki og því greinilega um ómerkilega og ódýra, skíta-gjöf að ræða. Það var samt ekki það sem truflaði Jónu, heldur hvernig í ósköpunum einhver illa innrættur heilbrigðisstarfsmaður gat dirfst að senda henni slíkt próf á jafn stórum tímamótum og þegar að hún var að verða fimmtug! Það sést í skrifum hennar hvað þessi gjöf tók mikið á og hvað afmælið var gjörsamlega ónýtt, eða ef ég vitna í Jónu, „þessi afmælisgjöf hreinlega drap niður alla gleði og mér leið eins og ég hefði fengið naglann í líkkistuna mína.“ Jóna lýsir því í blogginu sínu hversu erfitt hafi verið að sættast við nýju aldurstöluna og að gjöfin hafi verið sú allra ömurlegasta sem hún hafi fengið. Hún lýsir því hvernig tilfinningin var að opna gjöfina og setur stórt spurningamerki við tímasetninguna, að hún þurfi að koma akkúrat á þessum stóru tímamótum, því eins og við vitum öll þá fær fólk ekki ristilkrabbamein nema þegar að það er tilbúið fyrir það. En Jóna er tilbúinn í baráttuna! Hún er orðin fimmtug sem er gríðarlega erfitt eins og allir vita, og hún fékk þennan andstyggðarpakka í afmælisgjöf. Eftir svoleiðis sjokk, þá hljóta önnur verkefni í lífinu eins og krabbamein að vera leikur einn. Að þurfa að fara í ömurleg greiningartæki, að þurfa að eiga við ömurlegt heilbrigðiskerfi, að þurfa að taka inn ömurleg krabbameinslyf með ömurlegum aukaverkunum. Að lifa alla daga í ömurlegri óvissu og að lokum gæti maður þurft að yfirgefa þessu ömurlegu tilveru með ömurlegum dauðdaga. Á Íslandi deyja 50 manns árlega úr ristilkrabbameini en það er einmitt næst algengasta krabbameinið á landinu. Rannsóknir hafa sýnt að skimun fyrir því virkar, enda hækka lífslíkur fólks sem greinist snemma með meinið gríðarlega. Talað er um í erlendum ritrýndum rannsóknum að skimun eins og Jóna fékk gefins, ef hún er tekin á tveggja ára fresti, auli batalíkur fólks sem greinist með meinið um 15%. Það má því álykta að skimun gæti bjargað, eða sé að bjarga, sjö til átta mannslífum á ári hér á landi, en eins og við hljótum að læra af reynslu Jónu þá er það lítill ávinningur ef svona gjöf gjörsamlega rústar fimmtugsafmælum fólks.Jóna mætti síðan á Bylgjuna í morgun og talaði um ákveðið grín í skrifum sínum og þeim slæmu viðbrögðum á netinu sem hún hefur fengið við pistlinum. Hún talaði um að pistillinn hefði verið skrifaður í kaldhæðni, líkt og stór hluti af þessum, og líkti ástandi sínu við ef einhver myndi húðskamma þungyndis eða geðsjúkling fyrir það eitt að vera veikur og tjá tilfinningar sínar. Hún missir algerlega af punktinum sem er sá að skrif hennar særðu mjög marga sem þurfa að berjast fyrir lífi sínu eða sinna dag eftir dag og taka því ekki sem jafn sjálfsögðum hlut og Jóna. Oft er það fólk sem yrði himinlifandi ef það yrði einfaldlega fimmtugt. Jóna Ósk hefur fengið að lifa í hálfa öld en skrif hennar gefa það ekki til kynna. Ef eitthvað eins og lítill pakki, sem bjargar mannslífum, fer svona rosalega í einhvern, getur sá hinn sami ekki verið mjög lífsreyndur, eða haft mikinn skilning á því hversu dýrmætt lífið er. Í mínu sjúkdómsferli hef ég kynnst mörgum ungum æðrulausum hetjum. Fólk sem greindist með sjúkdóminn í blóma lífsins, á mestu mótunarárum þess, eða bara rétt eftir að þau öðluðust nógu mikinn þroska til þess að fatta að við erum öll dauðleg. Margar af þessum hetjum þurftu að lúta í lægra haldi gegn sjúkdómnum. Sumar áður en þeir náðu að verða 10 ára, aðrar rétt eftir fermingaraldur, enn aðrar hetjur töpuðu sinni baráttu rétt áður en þær urðu tvítugar. Ég vildi bara óska að Jóna Ósk hefði notið lífsins betur þegar að hún gat það, því nú þegar að hún er fimmtug gæti hún fengið alveg ömurlegt krabbamein. Skilaboðin sem mig langar að senda úr þessari andvökunótt eru ekki þau að ég sé bitur og hræddur ungur maður, sem ég er samt sem áður, heldur þau að fólk má ekki taka lífinu sem gefnum hlut. Það er nú einu sinni aðeins einn vöðvi sem heldur í okkur lífinu og ef hann gefst upp af einhverjum þeim þúsund ástæðum sem hann fær til þess að gefast upp, þá er allt búið. Enginn veit hvað er fyrir handan hornið og skilaboðin sem ég vil senda eru þau að það er okkar verkefni að reyna að temja okkur það hugarfar að dagurinn í dag sé gjöf, og að kraftaverkið sem lífið sjálft er, sé alveg sérstök gjöf!
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun