Innlent

Bein útsending: Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundi nefndarinnar í morgun.
Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVA
Fundur hófst í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis klukkan 8 í morgun. Þar er rætt hvernig nefndin muni bregðast við frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hefur nefndin boðað til opins fundar nú klukkan 9.30 en gestir fundarins verða Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns og Maren Albertsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis.

Hér má horfa á beina útsendingu frá fundinu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×