Kvenhyggjufólk gagnrýnt fyrir söguförðun Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 11:44 Einar og Gísli segja að þessi sögulegi atburður sé rangtúlkaður til að skjóta fótum undir kvennapólitík en því vísa hins vegar Ásta og Auður alfarið á bug. Ríki og sveit ætla að verja verulegum fjármunum til að fagna hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna til þings, en með þeirri áherslu er verið að mála yfir þá staðreynd að karlar fengu þá einnig almennan kosningarétt, óháðan öðru en aldri, um leið og konur, 19. júní 1915. Hátíðarhöldin eru í það minnsta á vafasömum forsendum en um þessa staðreynd má til dæmis lesa hjá Kvennasögusafni Íslands. „Af einhverjum ástæðum þykir engin ástæða til að halda á lofti þeirri staðreynd, í öllu talinu um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna, að eignalausir karlar , t.d. verkamenn og vinnumenn í sveit, voru kúgaðir með sama hætti og konur hvað þetta varðar,“ segir Einar Steingrímsson stærðfræðingur og gagnrýnir fyrirhugaðan fögnuð á þessum forsendum.Einar segir orðið erfitt að halda staðreyndum til haga, hamrað sé á ósannindunum til að hlaða undir kvennapólitíkina.Síendurtekin ósannindiEinar segir engan efast um að konur hafi sætt ýmiss konar misrétti gegnum aldirnar en það virðist gleymast að hlutskipti stórs hluta karla var ekki endilega neitt betra: „Og það er ekkert að því að halda upp á merka áfanga í þeirri sögu. Það er hins vegar ljótt að stunda, ef ekki sögufölsun þá a.m.k. „söguförðun“ af því tagi sem hér á sér stað. Það er gömul saga og ný að þeir sem lakast eru settir í samfélaginu eru ekki síður karlar en konur,“ segir Einar: Það virðist hins vegar ekki skipta neinu máli þegar rætt er um meint slæmt hlutskipti kvenna, eins og konur hafi það almennt mjög skítt en karlar mjög gott, á kostnað kvenna. „Þau ósannindi eru endurtekin svo títt að það er vonlítið að leiðrétta þau.“Umræðan snérist aldrei um með eða á móti konum Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Einar. Hann segir að með þessari áherslu sé verið að mála yfir ákaflega mikilvæg mannréttindi sem þá voru leidd í lög. „Allir sem höfðu óflekkað mannorð og voru yfir ákveðnum aldri, fengu þá kosningarétt, líka vinnumenn eða menn sem voru of fátækir til að hafa kosningarétt. Mikilvægasti hópurinn var auðvitað konur, það er rétt. En, umræðan snérist aldrei um með eða á móti konum. Tekist var á um hvort heimili eða einstaklingar ættu að hafa atkvæðisréttin. Kvenhyggjan vill mála yfir þetta, tilhneiging hjá sumum en ekki öllum. Í sjálfu sér gátu karlar komið og lýst því yfir að konan kæmi og greiddi atkvæði fyrir hönd heimilis, þó ég þekki engin dæmi þess, sennilega yrði gert grín að þeim karlmanni.“Gísli segir að verið sé að misnota þessi tímamót í femínískum tilgangi, og ekki sé vinsælt að halda þeim staðreyndum til haga.Misnotkun í nafni femínisma Gísli segir það pirra suma að reynt sé að misnota þessi tímamót í femínískum tilgangi: „Fólk leit allt öðru vísi á þetta hér áður fyrr. Konur sem fóru fyrir heimili þær gátu kosið til sveitarstjórna en ekki til alþingis. Ekkjan hafði ákveðin forréttindi umfram aðrar konur. Ákveðið vald því hún sameinaði tvær ættir í börnum sínum sem hún réði yfir og það vald var mjög mikilvægt. Hlutverk ekkjunnar,“ segir Gísli. Og prófessorinn fyrrverandi heldur áfram: „Þetta var grundvallarágreiningurinn í öllum löndum, skal það vera heimilið eða einstaklingur yfir ákveðnum aldri sem fer með atkvæðið. Það var ekki rifist um með eða móti konum, heldur var rifist um þessi tvö prinsipp. Ef konur vildu hafa áhrif á kosningar nöldraði hún í bónda sínum, það var hennar réttur, því heimilið hafði atkvæðið. En, þá varð það líka að vera burðugt heimili sem skilað til samfélagsins í sköttum.“Ásta R. segir umsóknarferlið í starf framkvæmdastjóra nefndarinnar algerlega eftir bókinni.Konur taka virkan þátt í spillingunni Einar hefur ekki það eitt við fyrirhugaðan fögnuð að athuga að hluta sannleikans sé sópað snyrtilega út í horn í áróðrinum: „Konur eru orðnar svo gjaldgengar í æðstu valdastöðum þess þings sem þær fengu kosningarétt til 1915 að þær fá nú að taka virkan þátt í spillingunni þar á bæ. Alþingi samþykkti nefnilega ályktun um að halda skyldi hátíð í ár vegna þessa afmælis. Fyrsti flutningsmaður var Ásta R. Jóhannesdóttir, þáverandi þingforseti. Meðal annars var samþykkt að ráða framkvæmdastjóra verkefnisins. Um það starf sóttu 75 manns. Svo skemmtilega vildi til að það var einmitt Ásta R. sem hreppti hnossið í þessari hörðu samkeppni. Hún sótti sem sagt um starfið sem hún beitti sér sjálf fyrir að yrði búið til, og fékk það. Það var forsætisnefnd þingsins, sem hún hafði skömmu áður veitt forstöðu, sem réði í starfið. Það vill líka svo skemmtilega til að í framkvæmdanefndinni sem á að hjálpa Ástu að skipuleggja hátíðahöldin vegna þessa merka jafnréttisáfanga eru fimm manns, allt konur,“ segir Einar.Snýst um forréttindi fárra Einar bendir einnig á að það sé ekki bara Alþingi sem ætlar að halda uppá afmælið, það ætlar Reykjavíkurborg að gera með dagskrá sem samanstendur af hundrað atburðum. Í tilkynningu um þar um er ekki minnst orði á kosningarétt karla. Einar segir að það fari lítið fyrir baráttunni fyrir bættum hag þeirra kvenna sem lág launin hafa: „Afmælisfagnaðurinn vegna kosningaréttar kvenna fyrir hundrað árum verður á sömu nótum og mestöll „jafnréttisbarátta“ síðustu ára; skrautsýning þeirra sem vilja láta líta á sig sem merkilegt forystufólk, en sem geta ekki hugsað sér að óhreinka á sér hendurnar á því sem hægt væri að gera til gagns. Jafnréttisbarátta þess snýst um jöfn forréttindi fárra.“Eðlilegt umsóknarferli Ásta R. Jóhannesdóttir segist, í samtali við Vísi, einfaldlega hafa sótt um eins og aðrir og fór ráðningin í gegnum Capacent. „Það var löngu eftir að ég var hætti sem forseti. Tók ekki við þessu starfi fyrr en nefndin hafði verið að störfum í rúmt hálft ár. Auglýst opinberlega og fór í gegnum ferli, það var venjuleg ráðning.“ Ásta vísar því jafnframt á bug að þarna sé verið að misnota sögulegan viðburð. „Sögulega staðreyndin er sú að þetta er í fyrsta skipti sem konur fá að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis, 12 þúsund konur sem fengu þennan rétt á þessum tímamótum og um það bil 11 hundruð karlar; vinnuvinnumenn sem áður höfðu ekki þennan rétt. Aðeins karlar höfðu hann. Það höfðu engar konur fengið að kjósa til Alþingis áður. Ekki fyrr en eftir 1915, þá var gerð breyting á stjórnarskrá. Hún er undirrituð af Einari Árnasyni ráðherra og konungi.“Auður segir að ekki sé verið að mála yfir eitt eða neitt, þetta snérist fyrst og fremst um kosningaréttindi kvenna.Ekki verið að mála yfir eitt eða neitt Og formaður nefndarinnar, Auður Styrkársdóttir tekur undir með Ástu og segist ekkert skilja hvað þeir Einar og Gísli eigi við. Hún bendir á vef þar sem farið er skilmerkilega yfir þetta. „Þar er rakin sagan. Ég sé ekki að við séum að mála yfir eitt eða neitt. Það var aðeins rétt um helmingur kvenna 25 ára og eldri sem fengu kosningaréttinn. Íslenskir þingmenn voru svo smekklausir að binda réttinn við 40 ára aldurinn.“ Þá kannast Auður ekki við þá umræðu að litið hafi verið svo á að atkvæðarétturinn væri bundinn við heimili fremur en einstaklinga. „Ekki hér á landi. Í umræðunni hér og í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna var alltaf tala um að kosningarétturinn væri kosningaréttur kvenna. En ekki einstaklinga. En fyrst í stað var kosningaréttur bundinn eignum, aldrei tengdur heimilum, ég hef aldrei heyrt það áður og bið Gísla að benda á þær heimildir því það væri nýtt og þarft innlegg í umræðuna.“ Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Ríki og sveit ætla að verja verulegum fjármunum til að fagna hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna til þings, en með þeirri áherslu er verið að mála yfir þá staðreynd að karlar fengu þá einnig almennan kosningarétt, óháðan öðru en aldri, um leið og konur, 19. júní 1915. Hátíðarhöldin eru í það minnsta á vafasömum forsendum en um þessa staðreynd má til dæmis lesa hjá Kvennasögusafni Íslands. „Af einhverjum ástæðum þykir engin ástæða til að halda á lofti þeirri staðreynd, í öllu talinu um hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna, að eignalausir karlar , t.d. verkamenn og vinnumenn í sveit, voru kúgaðir með sama hætti og konur hvað þetta varðar,“ segir Einar Steingrímsson stærðfræðingur og gagnrýnir fyrirhugaðan fögnuð á þessum forsendum.Einar segir orðið erfitt að halda staðreyndum til haga, hamrað sé á ósannindunum til að hlaða undir kvennapólitíkina.Síendurtekin ósannindiEinar segir engan efast um að konur hafi sætt ýmiss konar misrétti gegnum aldirnar en það virðist gleymast að hlutskipti stórs hluta karla var ekki endilega neitt betra: „Og það er ekkert að því að halda upp á merka áfanga í þeirri sögu. Það er hins vegar ljótt að stunda, ef ekki sögufölsun þá a.m.k. „söguförðun“ af því tagi sem hér á sér stað. Það er gömul saga og ný að þeir sem lakast eru settir í samfélaginu eru ekki síður karlar en konur,“ segir Einar: Það virðist hins vegar ekki skipta neinu máli þegar rætt er um meint slæmt hlutskipti kvenna, eins og konur hafi það almennt mjög skítt en karlar mjög gott, á kostnað kvenna. „Þau ósannindi eru endurtekin svo títt að það er vonlítið að leiðrétta þau.“Umræðan snérist aldrei um með eða á móti konum Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Einar. Hann segir að með þessari áherslu sé verið að mála yfir ákaflega mikilvæg mannréttindi sem þá voru leidd í lög. „Allir sem höfðu óflekkað mannorð og voru yfir ákveðnum aldri, fengu þá kosningarétt, líka vinnumenn eða menn sem voru of fátækir til að hafa kosningarétt. Mikilvægasti hópurinn var auðvitað konur, það er rétt. En, umræðan snérist aldrei um með eða á móti konum. Tekist var á um hvort heimili eða einstaklingar ættu að hafa atkvæðisréttin. Kvenhyggjan vill mála yfir þetta, tilhneiging hjá sumum en ekki öllum. Í sjálfu sér gátu karlar komið og lýst því yfir að konan kæmi og greiddi atkvæði fyrir hönd heimilis, þó ég þekki engin dæmi þess, sennilega yrði gert grín að þeim karlmanni.“Gísli segir að verið sé að misnota þessi tímamót í femínískum tilgangi, og ekki sé vinsælt að halda þeim staðreyndum til haga.Misnotkun í nafni femínisma Gísli segir það pirra suma að reynt sé að misnota þessi tímamót í femínískum tilgangi: „Fólk leit allt öðru vísi á þetta hér áður fyrr. Konur sem fóru fyrir heimili þær gátu kosið til sveitarstjórna en ekki til alþingis. Ekkjan hafði ákveðin forréttindi umfram aðrar konur. Ákveðið vald því hún sameinaði tvær ættir í börnum sínum sem hún réði yfir og það vald var mjög mikilvægt. Hlutverk ekkjunnar,“ segir Gísli. Og prófessorinn fyrrverandi heldur áfram: „Þetta var grundvallarágreiningurinn í öllum löndum, skal það vera heimilið eða einstaklingur yfir ákveðnum aldri sem fer með atkvæðið. Það var ekki rifist um með eða móti konum, heldur var rifist um þessi tvö prinsipp. Ef konur vildu hafa áhrif á kosningar nöldraði hún í bónda sínum, það var hennar réttur, því heimilið hafði atkvæðið. En, þá varð það líka að vera burðugt heimili sem skilað til samfélagsins í sköttum.“Ásta R. segir umsóknarferlið í starf framkvæmdastjóra nefndarinnar algerlega eftir bókinni.Konur taka virkan þátt í spillingunni Einar hefur ekki það eitt við fyrirhugaðan fögnuð að athuga að hluta sannleikans sé sópað snyrtilega út í horn í áróðrinum: „Konur eru orðnar svo gjaldgengar í æðstu valdastöðum þess þings sem þær fengu kosningarétt til 1915 að þær fá nú að taka virkan þátt í spillingunni þar á bæ. Alþingi samþykkti nefnilega ályktun um að halda skyldi hátíð í ár vegna þessa afmælis. Fyrsti flutningsmaður var Ásta R. Jóhannesdóttir, þáverandi þingforseti. Meðal annars var samþykkt að ráða framkvæmdastjóra verkefnisins. Um það starf sóttu 75 manns. Svo skemmtilega vildi til að það var einmitt Ásta R. sem hreppti hnossið í þessari hörðu samkeppni. Hún sótti sem sagt um starfið sem hún beitti sér sjálf fyrir að yrði búið til, og fékk það. Það var forsætisnefnd þingsins, sem hún hafði skömmu áður veitt forstöðu, sem réði í starfið. Það vill líka svo skemmtilega til að í framkvæmdanefndinni sem á að hjálpa Ástu að skipuleggja hátíðahöldin vegna þessa merka jafnréttisáfanga eru fimm manns, allt konur,“ segir Einar.Snýst um forréttindi fárra Einar bendir einnig á að það sé ekki bara Alþingi sem ætlar að halda uppá afmælið, það ætlar Reykjavíkurborg að gera með dagskrá sem samanstendur af hundrað atburðum. Í tilkynningu um þar um er ekki minnst orði á kosningarétt karla. Einar segir að það fari lítið fyrir baráttunni fyrir bættum hag þeirra kvenna sem lág launin hafa: „Afmælisfagnaðurinn vegna kosningaréttar kvenna fyrir hundrað árum verður á sömu nótum og mestöll „jafnréttisbarátta“ síðustu ára; skrautsýning þeirra sem vilja láta líta á sig sem merkilegt forystufólk, en sem geta ekki hugsað sér að óhreinka á sér hendurnar á því sem hægt væri að gera til gagns. Jafnréttisbarátta þess snýst um jöfn forréttindi fárra.“Eðlilegt umsóknarferli Ásta R. Jóhannesdóttir segist, í samtali við Vísi, einfaldlega hafa sótt um eins og aðrir og fór ráðningin í gegnum Capacent. „Það var löngu eftir að ég var hætti sem forseti. Tók ekki við þessu starfi fyrr en nefndin hafði verið að störfum í rúmt hálft ár. Auglýst opinberlega og fór í gegnum ferli, það var venjuleg ráðning.“ Ásta vísar því jafnframt á bug að þarna sé verið að misnota sögulegan viðburð. „Sögulega staðreyndin er sú að þetta er í fyrsta skipti sem konur fá að kjósa og bjóða sig fram til Alþingis, 12 þúsund konur sem fengu þennan rétt á þessum tímamótum og um það bil 11 hundruð karlar; vinnuvinnumenn sem áður höfðu ekki þennan rétt. Aðeins karlar höfðu hann. Það höfðu engar konur fengið að kjósa til Alþingis áður. Ekki fyrr en eftir 1915, þá var gerð breyting á stjórnarskrá. Hún er undirrituð af Einari Árnasyni ráðherra og konungi.“Auður segir að ekki sé verið að mála yfir eitt eða neitt, þetta snérist fyrst og fremst um kosningaréttindi kvenna.Ekki verið að mála yfir eitt eða neitt Og formaður nefndarinnar, Auður Styrkársdóttir tekur undir með Ástu og segist ekkert skilja hvað þeir Einar og Gísli eigi við. Hún bendir á vef þar sem farið er skilmerkilega yfir þetta. „Þar er rakin sagan. Ég sé ekki að við séum að mála yfir eitt eða neitt. Það var aðeins rétt um helmingur kvenna 25 ára og eldri sem fengu kosningaréttinn. Íslenskir þingmenn voru svo smekklausir að binda réttinn við 40 ára aldurinn.“ Þá kannast Auður ekki við þá umræðu að litið hafi verið svo á að atkvæðarétturinn væri bundinn við heimili fremur en einstaklinga. „Ekki hér á landi. Í umræðunni hér og í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna var alltaf tala um að kosningarétturinn væri kosningaréttur kvenna. En ekki einstaklinga. En fyrst í stað var kosningaréttur bundinn eignum, aldrei tengdur heimilum, ég hef aldrei heyrt það áður og bið Gísla að benda á þær heimildir því það væri nýtt og þarft innlegg í umræðuna.“
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira