Strobel: Landslið Katars eins og félagslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2015 09:00 Martin Strobel í leiknum í gær. Vísir/Getty Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45