Strobel: Landslið Katars eins og félagslið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2015 09:00 Martin Strobel í leiknum í gær. Vísir/Getty Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Martin Strobel, leikmaður þýska landsliðsins, útilokar ekki að Katar verði heimsmeistari í handbolta í dag en liðið mætir í dag Frökkum í úrslitaleik HM. Vísir ræddi við Strobel eftir leik Þýskalands gegn Slóveníu í gær en með sigri náðu Þjóðverjar að tryggja sér sjöunda sæti mótsins - það síðasta sem veitir öruggan þátttökurétt í undankeppni Ólympíuleikanna 2016. „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, ekki bara til að tryggja okkur inn í undankeppnina fyrir Ólympíuleikana. Þetta var furðulegur leikur gegn Króatíu í gær [fyrradag],“ sagði Strobel í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. Þýskaland tapaði fyrir Króatíu á föstudag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8 á HM.Sjá einnig: Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL „Mér fannst að við ætluðum okkur að spila betur og allir vildu það en það var sama hvað við reyndum, ekkert gekk. Það var allt annað að sjá okkur í dag. Við spiluðum af krafti og án þess að nokkuð væri að halda aftur af okkur. Við áttum skilið að vinna.“ Hann segir erfitt að meta hann sé ánægður með heildarniðurstöðu mótsins enda byrjaði liðið mótið af gríðarlegum krafti, vann sinn riðil og rúllaði svo yfir Egyptaland í 16-liða úrslitunum. Þá kom óvænt tap gegn Katar í 8-liða úrsiltunum. „Við fengum tækifæri til að komast í undanúrslitin og það hefði verið stórbrotinn árangur hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel gegn Katar og náðum okkur svo ekki heldur á strik gegn Króatíu. Það var þó jákvætt að við náðum að snúa þessu við í dag og enda mótið á jákvæðum nótum.“Dagur ræðir við Strobel og Mimi Kraus.Vísir/GettyHelsta umræðuefni handboltaáhugamanna í dag er uppgangur landsliðs Katars. Liðið er byggt upp á aðkomumönnum og eftir sigur liðsins á Póllandi í undanúrslitum fullyrtu leikmenn Pólverja að dómarar leiksins hafi þegið mútur til að dæma heimamönnum í vil.Sjá einnig: Svona hafa leikir Katars verið dæmdir „Maður verður að líta til þess að Katar er einfaldlega lið sem er með sterkan leikmannahóp sem hefur fengið gríðarlega mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir mótið. Það hefur verið saman í hálft ár og æft eins og félagslið. Ekkert annað landslið getur leyft sér slíkan munað. Það getur riðið baggamuninn í jöfnum leikjum.“ „Katar hefur þar að auki bætt sig með hverjum leiknum og spilað betur eftir því sem liðið hefur á mótið.“ „Um annað er erfitt að fullyrða mikið. Ég sá ekki leikinn gegn Póllandi og get ekki metið hvernig dómgæslan var í þeim leik. Í leiknum gegn okkur [í 8-liða úrslitum] var mikill hiti í mönnum og mikil læti í höllinni en ég held að við gerðum nógu mörg mistök í leiknum til að geta sjálfum okkur um kennt.“ „Við verðum bara að sjá til hvernig úrslitaleikurinn þróast og hvernig þetta verður. Það er erfitt að ímynda sér að Katarar verði heimsmeistarar en af hverju ekki - þeir eru komnir í úrslitaleikinn.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35 Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Grötzki: Dagur er ótrúlega fær þjálfari "Hver einasta stund er þaulhugsuð hjá Degi,“ segir hornamaðurinn Patrick Grötzki. 30. janúar 2015 07:00
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Búið að ákveða úrslitin fyrir leik Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik. 30. janúar 2015 20:35
Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Danski hornamaðurinn Casper Mortensen heldur með Frakklandi í úrslitaleiknum gegn Katar á morgun. 31. janúar 2015 21:45