Vara fólk við að tala um persónuupplýsingar nærri sjónvörpum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Sjónvarp Samsung á tæknisýningu. Vísir/EPA Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira