Innlent

Saka bílstjórann um vítavert gáleysi

Atli Ísleifsson skrifar
Samtökin segja aðgerða þörf nú þegar og lýsa samtökin eindregnum vilja til að koma að málum.
Samtökin segja aðgerða þörf nú þegar og lýsa samtökin eindregnum vilja til að koma að málum. Vísir/Arnþór
Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. þar sem vítavert gáleysi var sýnt í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„Alvarleg atvik hafa átt sér ítrekað stað og hefur fatlað fólk og hagsmunasamtök þeirra margoft bent á hættuna sem hefur verið yfirvofandi hjá ferðaþjónustunni vegna skorts á samráði, regluverki og vanhugsaðri framkvæmd.

Margt af því sem upp hefur komið hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef betur hefði verið staðið að undirbúningi og ef tekið hefði verið tillit til ábendinga fatlaðs fólks, þarfa þeirra og þekkingar.

Aðgerða er þörf nú þegar og lýsa samtökin eindregnum vilja til að koma að málum,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni.

Svona týndist stúlkan

„Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×