Umfjöllun: Katar - Frakkland 22-25 | Frakkar heimsmeistarar í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2015 15:45 Vísir/Getty Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari. HM 2015 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Frakkland varð í dag heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik, 25-22. Þar með eru Frakkar ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar. Frakkar leiddu frá upphafsmínútum allt til loka en heimamenn í Katar börðust þó grimmilega fyrir sínu og hleyptu þeim frönsku aldrei of langt fram úr sér. Katar er að mestu skipað aðkeyptum leikmönnum frá Evrópu og Afríku og er með þaulreyndan þjálfara á hliðarlínunni, Spánverjann Valero Rivero, sem gerði Spán að heimsmeisturum fyrir tveimur árum síðan. Liðið hefur æft saman nánast daglega svo mánuðum skiptir og bætt leik sinn með hverjum leiknum á mótinu. Liðið spilaði vel í dag, og enginn betur en markvörðurinn Danijel Saric, en það dugði ekki til gegn gullaldarliði Frakka sem bætti enn einum titlinum í safnið í dag. Staðan í hálfleik var 14-11 en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk í þeim síðari. Þrátt fyrir að Thierry Omeyer hafi átt erfitt uppdráttar framan af varði hann mikilvæg skot í síðari hálfleik auk þess sem að vörn liðsins var gríðarlega öflug og refsuðu Frakkarnir grimmt fyrir hver mistök sem heimamenn gerðu. Niðurstaðan var því sanngjarn sigur en því skal haldið til haga að frammistaða tékkneska dómaraparsins í leiknum var til mikilla sóma og var ekki að sjá að þeir hafi látið umræðu síðustu daga og vikna um heimadómgæslu og jafnvel mútuþægni hafa áhrif á sig. Nikola Karabatic var markahæstur Frakka með fimm mörk en hann skoraði þau öll í fyrri hálfleik. Það var þó franska vörnin fyrst og fremst sem skóp sigur þeirra í dag. Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar og Rafael Capote sex. Gestgjafarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og þegar Svartfellingurinn Goran Stojanovic varði víti frá Frökkum í næstu sókn rann á mann grunur um að þetta yrði kvöld Katars. En annað kom fljótlega á daginn. Leikmenn Katars áttu í stökustu vandræðum með öflugan varnarleik Frakkanna og markvörslu Thierry Omeyer. Frakkar tóku undirtökin í leiknum og komust í 5-3, svo 9-5 og loks 13-7 þegar um átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hassan Mabrouk, egypska varnartröllið í liði Katar, var þar að auki búinn að láta reka sig tvisvar af velli á fyrstu tólf mínútum leiksins og var því útlitið ekki bjart fyrir heimamenn. En kúbverska skyttan Rafael Capote hefur margsinnis sýnt snilli sína í þessu móti og hann kom Katar inn í leikinn með tveimur mörkum langt utan að velli. Nikola Karabatic fékk svo umdeilda brottvísun og Katar minnkaði muninn í þrjú mörk, 13-10. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14-11, Frökkum í vil, en heimamenn gátu þakkað bosníska markverðinum Danijel Saric að forysta þeirra frönsku var ekki enn meiri. Hann varði sjö skot í fyrri hálfleik, þar af mörg úr dauðafærum. Eftir góða byrjun Omeyer í franska markinu dró af honum og munar um minna. Heimamenn byrjuðu einnig vel í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin, auk þess sem að Saric tók upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Frakkar rönkuðu við sér og héld undirtökunum en það stóð oft tæpt. Eftir því sem leið á leikinn urðu menn heitari og skapbráðari. Omeyer átti enn erfitt með að finna taktinn en á meðan var vörn heimamanna og markvarsla öflug. Katar fékk tækifæri til að jafna metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá minnti Omeyer á sig og varði mikilvægt skot. Góð vörn Frakka sá til þess að þeir héldu undirtökunum. Hver mistök sem Katar gerði voru dýr því Frakkar refsuðu umsvifalaust fyrir þau með auðfengnum mörkum. Það var lykilatriði fyrir Frakka sem áttu á köflum í erfiðleikum með að komast í gegnum uppstillta vörn heimamanna. Frakkar héldu sínu allt til loka og gátu leyft sér að fagna áður en leiktíminn var allur. Titillinn var þeirra, enn og aftur, og stendur liðið í efsta þrepi sem verðskuldaður heimsmeistari.
HM 2015 í Katar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti