Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2015 16:07 Alþingi kom saman í fyrsta sinn í dag í rúma viku eftir kjördæmaviku. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir tilefni til að skoða hvort 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings í kjölfar Al-Thani fléttunnar sé tilefni til skaðabótakröfu ríkisins gegn slitabúi Kaupþings. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Hæstiréttur felldi sem kunnugt er dóm yfir fjórum fyrrverandi stjórnendum og hlutaeigendum síðastliðinn fimmtudag. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður í fjögurra ára fangelsi og þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín, í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Með dómi Hæstaréttar á fimmtudaginn var staðfest að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða með sölunni á hlutinum til Al-Thani.Hvers vegna er ekki hægt að treysta svörunum? Guðmundur spurði Bjarna út í neyðarlánið sem Seðlabanki Íslands, undir forystu Davíðs Oddssonar sem formanns bankastjórnar, veitti Kaupþingi í kjölfar kaupa Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi. Taldi Guðmundar tíma til kominn að birt yrði símtal Davíðs við Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í aðdraganda þess að lánið var veitt. Öll kurl væru ekki komin til grafar varðandi fall bankanna fyrr en það lægi fyrir.Sjá einnig:Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg „Hvers vegna ekki bara að spyrja þá sem í hlut áttu og Seðlabankann,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki skilja hvers vegna ekki væri hægt að treysta þeim svörum sem fram hefðu komið. „Sérstaklega þegar öllum er ljóst að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga fjármálakerfinu og hagsmunum Íslendinga eins og aðstæður leyfðu,“ sagði Bjarni og bætti við: „En að sjálfsögðu á þingið rétt á að fá skýringar og ég tel reyndar að þær séu komnar fram.“Hafi gert allt sem þeir gátu Bjarni benti á að lánið hefði ekki verið veitt til Kaupþings nema að fengnum veðum sem hafi þótt trygg á þeim tíma. Miðað við þau sem ríkisstjórnir og seðlabankar annars staðar tóku hefðu þau líklega verið býsna góð. „Sérstaklega þegar öllum er ljóst að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga fjármálakerfinu og hagsmunum Íslendinga eins og aðstæður leyfðu.“ Bjarni sagði að menn ættu að gefa sér tíma til að lesa það sem skrifað hafi verið um atburðina í kringum hrun í öðrum löndum. Hér hefðu menn ekki látið stífar verklagsreglur þvælast fyrir réttum ákvörðunum eins og til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bætti ráðherra við að honum fyndist birting símtalsins minna mál en það að skoðað yrði hvort að lánsveitingin til Al-Thani hefði gefið ríkinu viðbótartilefni til að veita lánið til Kaupþings. Og í framhaldinu mætti skoða hvort tilefni væri til bótakröfu af hendi ríkisins gegn slitabúinu. Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir tilefni til að skoða hvort 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings í kjölfar Al-Thani fléttunnar sé tilefni til skaðabótakröfu ríkisins gegn slitabúi Kaupþings. Þetta kom fram í svari Bjarna við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag. Hæstiréttur felldi sem kunnugt er dóm yfir fjórum fyrrverandi stjórnendum og hlutaeigendum síðastliðinn fimmtudag. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður í fjögurra ára fangelsi og þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín, í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Með dómi Hæstaréttar á fimmtudaginn var staðfest að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða með sölunni á hlutinum til Al-Thani.Hvers vegna er ekki hægt að treysta svörunum? Guðmundur spurði Bjarna út í neyðarlánið sem Seðlabanki Íslands, undir forystu Davíðs Oddssonar sem formanns bankastjórnar, veitti Kaupþingi í kjölfar kaupa Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi. Taldi Guðmundar tíma til kominn að birt yrði símtal Davíðs við Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í aðdraganda þess að lánið var veitt. Öll kurl væru ekki komin til grafar varðandi fall bankanna fyrr en það lægi fyrir.Sjá einnig:Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg „Hvers vegna ekki bara að spyrja þá sem í hlut áttu og Seðlabankann,“ svaraði Bjarni. Sagðist hann ekki skilja hvers vegna ekki væri hægt að treysta þeim svörum sem fram hefðu komið. „Sérstaklega þegar öllum er ljóst að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga fjármálakerfinu og hagsmunum Íslendinga eins og aðstæður leyfðu,“ sagði Bjarni og bætti við: „En að sjálfsögðu á þingið rétt á að fá skýringar og ég tel reyndar að þær séu komnar fram.“Hafi gert allt sem þeir gátu Bjarni benti á að lánið hefði ekki verið veitt til Kaupþings nema að fengnum veðum sem hafi þótt trygg á þeim tíma. Miðað við þau sem ríkisstjórnir og seðlabankar annars staðar tóku hefðu þau líklega verið býsna góð. „Sérstaklega þegar öllum er ljóst að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga fjármálakerfinu og hagsmunum Íslendinga eins og aðstæður leyfðu.“ Bjarni sagði að menn ættu að gefa sér tíma til að lesa það sem skrifað hafi verið um atburðina í kringum hrun í öðrum löndum. Hér hefðu menn ekki látið stífar verklagsreglur þvælast fyrir réttum ákvörðunum eins og til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bætti ráðherra við að honum fyndist birting símtalsins minna mál en það að skoðað yrði hvort að lánsveitingin til Al-Thani hefði gefið ríkinu viðbótartilefni til að veita lánið til Kaupþings. Og í framhaldinu mætti skoða hvort tilefni væri til bótakröfu af hendi ríkisins gegn slitabúinu.
Alþingi Tengdar fréttir Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21