Innlent

Bein út­sending: Borgar­stjóri ræðir húsnæðis­upp­byggingu í Reykja­vík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir. Listasafn Reykjavíkur

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri boðar til húsnæðisfundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu. Yfirskrift fundarins er Byggjum borg fyrir fólk og verður sú áhersla í erindi borgarstjóra og fyrirlesara.

Farið verður yfir stóru myndina þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis. Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs meirihlutasamstarfs í borginni. Hvar er verið að byggja, hvar verður byggt á næstu árum og hvernig?

Hvernig tryggjum við sanngjarnan húsnæðismarkað með aðkomu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga? Hvernig hugum við að gæðum nýs húsnæðis?

Reiknað er með því að fundurinn standi í um tvær klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×