Handbolti

Fram úr leik á grátlegan hátt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnheiður og félagar eru úr leik.
Ragnheiður og félagar eru úr leik. Vísir/Daníel
Fram féll úr leik í Áskorendakeppni í handknattleik á grátlegan hátt í dag. Safamýrastúlkur töpuðu með fimm marka mun gegn ZRK Naisa, 22-17 og því samnanlagt með einu marki.

Framstúlkur unnu fyrri leikinn í gær með fjórur mörkum og það leit byrlega út í hálfleik. Þá var liðið einungis tveimur mörkum undir 11-9.

Þegar ein mínúta var eftir var staðan 21-17 fyrir Naisa og Fram með boltann. Þær töpuðu boltanum ótrúlega kalufalega. Nasia fór í sókn og skoraði og kláraði því þannig einvígið. Lokatölur 22-17.

Fram-stúlkur eru því úr leik, en leikirnir voru liðir í 16-liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×