Þrír ofurstórmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 26. febrúar 2015 16:50 Skákhátíð Í fyrra tóku 255 skákmenn þátt og gæti það met jafnvel verið slegið nú. Nú eru 249 skákmenn skráðir til leiks. Í fyrra tefldu 100 íslenskir skákmenn í mótinu og 155 erlendir. fréttablaðið/valli Fréttablaðið/Valli Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Þrír skákmenn sem hafa skráð sig til leiks á þrítugasta Reykjavíkurskákmótið sem hefst 10. mars næstkomandi geta með réttu talist til ofurstórmeistara. Tveir íslenskir alþjóðlegir meistarar, Guðmundur Kjartansson og Björn Þorfinnsson, geta tryggt sinn þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli en þeir hafa báðir unnið stóra sigra að undanförnu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands (SÍ), segir ekki ólíklegt að met í fjölda keppenda frá því í fyrra verði slegið og ljóst að mótið verður sterkara en í fyrra. Munar þar helst um þrjá ofurstórmeistara. Fyrstan skal telja Aserann Shakhriyar Mamedyarov (2.756) sem þegar þetta er skrifað er þrettándi á lista yfir stigahæstu skákmeistara heims. David Navara (2.753) frá Tékklandi er aðeins sex sætum neðar og Pavel Eljanov (2.727) frá Úkraínu situr í 26. sæti listans en hann sigraði á Reykjavíkurskákmótinu 2013. Til viðbótar eru ellefu stórmeistarar sem hafa yfir 2.600 skákstig, og eru ógnarsterkir. „Í heimavarnarliðinu má meðal annars nefna Hannes Hlífar Stefánsson, sem hefur unnið Reykjavíkurmótið oftast allra eða fimm sinnum og Hjörvar Stein Grétarsson, okkar nýjasta stórmeistara,“ segir Gunnar og tiltekur sérstaklega til viðbótar þá Guðmund, ríkjandi Íslandsmeistara, og Björn sem náði besta árangri Íslendings í nokkur ár þegar hann sigraði á alþjóðlegu móti í Bunratty á Írlandi fyrir skemmstu. SÍ reynir iðulega að fá nokkrar af sterkustu skákkonum heims til leiks á Reykjavíkurskákmótið. Meðal keppenda nú eru t.d. indverska skákdrottningin Tania Sadchev og Zeinab Mamedyarova, systir Shakhriyars Mamedyarov, stigahæsta keppanda mótsins. Þar fyrir utan koma öflugur skákkonur t.d. frá Íran og Kasakstan. Þá er Reykjavíkurskákmótið langmikilvægasta skákmót unga fólksins og taka þátt nánast öll sterkustu skákungmenni landsins. „Þarna fá krakkarnir tækifæri til að keppa við sterka skákmenn og öðlast reynslu sem er nauðsynlegt. Það er dýrt fyrir okkur að sækja skákmót út fyrir landsteinana og Reykjavíkurmótið er nauðsynlegt upp á skákþroska okkar yngstu og efnilegustu skákmanna,“ segir Gunnar. Mótið í ár er afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara og virtasta skákmanns Íslands, sem er áttræður. Skáksamband Íslands ákvað að ráðast í ritun bókar um sögu Reykjavíkurskákmótsins í tilefni hálfrar aldar afmælis mótsins sem var í fyrra. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, er höfundur bókarinnar. Helgi er hafsjór fróðleiks um mótið og var sjálfur staddur í hringiðu þess um 30 ára skeið. Verkið verður gefið út í tveimur bindum. Hið fyrra segir sögu mótanna frá 1964 til 1990 og kemur út nú í mars fyrir Opna Reykjavíkurskákmótið í umsjón Sagna útgáfu. Seinna bindið kemur út að ári. Hægt er að skrá sig fyrir bók á www.skak.is og nálgast svo bókina á Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira