Gæti haft áhrif á 10.000 lánasamninga Lýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 20:00 Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára. Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Fjármögnungarfyrirtækið Lýsing tapaði á fimmtudag tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánssamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánsins sem bundinn var ólögmætri gengistryggingu. Jóhannes S. Ólafsson er lögmaður beggja aðila sem unnu málin fyrir Hæstarétti. Hann segir Lýsingu vera einu lánastofnunina sem dragi lappirnar við endurútreikning gengislána. „Að mínu mati eiga þessir dómar að klára alveg þennan ágreining endanlega og að það séu engar varnir eftir fyrir Lýsingu í þessum málum. Ég tel líka að það eigi að vera óumdeilt að fordæmisgildið nái til yfirgnæfandi meirihluta allra þeirra mála af þessu tagi þar sem Lýsing hefur hafnað útreikningi,“ segir Jóhannes. Hann segir að þetta gætu verið um 10.000 lánasamningar sem dómarnir hefðu áhrif á. En þarf hver og einn þessara skuldara að höfða dómsmál gegn Lýsingu til að ná sínum rétti fram? „Ég sé ekkert annað í kortunum en það að Lýsing muni gera upp við umbjóðendur okkar, sem erum að reka þessi dómsmál. Hjá því verður ekki komist. En hvað Lýsing gerir varðandi hinn almenna viðskiptavin Lýsingar sem er með gengistryggðan samning og hefur ekki gert neitt sérstakt ágreiningsmál í kringum sína kröfu. Það veit ég ekki og kann ekki að segja,“ segir Jóhannes. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nauðsynlegt að útvíkka skilyrði til gjafsóknar til að auðvelda einstaklingum að sækja mál sem þessi fyrir dómstólum. Þá sé málið til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. „Þetta er mjög óheppilegt og ólíðandi að fjármögnunarfyrirtæki, Lýsing í þessu tilfelli, skuli ætla að láta alla þessa einstaklinga ætla að sækja mál sín. Maður skilur ekki tilganginn hjá fyrirtækinu að þvinga skuldara í þá leið,“ segir Elsa Lára.
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira