„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 15:36 Er það rautt flagg að finnast kynlífið búið þegar annar aðilinn er búinn að fá það? Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is. Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Sjúk ást, fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta, skoðar í ár heilbrigð og óheilbrigð sambönd í gegnum nýtt umræðuspil, Sjúk flögg. Spilið inniheldur yfir 190 fullyrðingar sem eru ýmist rautt flagg, grænt flagg, bæði eða hvorugt – allt eftir samhenginu. Spjöld úr spilinu. Fullyrðingarnar eru byggðar á gögnum Sjúktspjall, sem er nafnlaust netspjall fyrir ungt fólk, sem og á reynslu ráðgjafa á Stígamótum. Tilgangurinn er að fá ungt fólk til að velta fyrir sér eigin hegðun og hegðun annarra og um leið skerpa á heilbrigðum viðmiðum þegar kemur að samskiptum, mörkum og samböndum. Myndbönd með Ólafi Jóhanni, Sigurlaugu Birnu, Katrínu Myrru, Dj Guggu, Tommaspoons, Alexander Óla, May Sigurjóns, Eriku Nótt og Guðjóni Smára verða birt í vikunni og á næstu mánuðum á samfélagsmiðlum Sjúkást þar sem þau spila Sjúk flögg og ræða sambönd og samskipti. Fyrstu myndböndin má sjá að neðan. Spilið, veggspjöld Sjúkást 2025 og fræðsluefni má finna á www.sjukast.is, en eins og undanfarin ár hafa Stígamót dreift veggspjöldum og fræðsluefni til félagsmiðstöðva og framhaldsskóla. „Að þessu sinni var spilið Sjúk flögg einnig sent og hefur fengið mjög góðar undirtektir! Ungt fólk hefur rætt opinskátt um mörk og samskipti, en spilið er mjög góð kveikja í slíkar umræður,“ segir í tilkynningu Stígamóta. Sjúk ást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk gegn kynferðisofbeldi á vegum Stígamóta. Markmið verkefnisins er að fræða ungmenni um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 25 ára og yngri þar sem þau geta leitað ráðgjafar fagaðila um sambönd, samskipti og ofbeldi. Spjallið opnaði í mars 2022, en árið 2024 voru meira en 230 spjöll þar sem helstu þemu voru kynferðisofbeldi, meðvirkni og óöryggi og óheilbrigð sambönd. Sjúktspjall er opið þrjú kvöld í viku frá kl. 20-22 og má finna á síðunni www.sjukast.is.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira