Alþjóðleg fjármálalæsisvika 9.-17.mars 2015 Breki Karlsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar