Fjármálaráðherra segir eðlilega leynd yfir afnámi hafta Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:49 Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira