Innlent

Omos áfrýjar til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Karl Kristjánsson héraðsdómslögmaður flutti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Stefán Karl Kristjánsson héraðsdómslögmaður flutti málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm.
Tony Omos hefur áfrýjað máli sínu gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu til Hæstaréttar Íslands.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þann þrettánda desember Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin var staðfest.

Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Strax eftir dómsuppkvaðningu sagði Stefán Karl Kristjánsson að hann útilokaði ekki að málinu yrði skotið til Hæstaréttar en stuttu fyrir síðustu áramót staðfesti Stefán að það yrði gert.

Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður mun flytja málið í Hæstarétti fyrir hönd Omos. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×