Kannað var fylgi stjórnmálaflokka og stuðningur við ríkisstjórnina á tímabilinu 13. til 18. mars og kemur þar fram að Píratar hafa bætt við sig miklu fylgi frá því í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 23,9%, borið saman við 12,8% í síðustu könnun og bætir flokkurinn við sig 11,1 prósentustigi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,4%. Því munar 0,4 prósentustigum á flokkunum sem er ekki marktækur munur en samt sem áður segjast flestir svarendur í könnuninni að þeir myndu kjósa Pírata.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5% og fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,0%, borið saman við 13,1% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8% og fylgi Bjartrar framtíðar mælist 10,3%. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Sjá einnig: Píratar myndu fá fjórtán þingmenn
Það hefði þýtt að flokkurinn hefði fengið fjórtán þingmenn inn á Alþingi en flokkurinn náði inn þremur í þingkosningunum 2014.
Click here for an English version: The Pirate Party is now measured as the biggest party in Iceland
„Ég verð að vera algerlega heiðarleg: Ég veit ekki af hverju við njótum svona mikils trausts, við erum öll jafn hissa, þakklát og tökum þessu með fyrirvara um að þetta sé endurspeglun á vantrausti á hefðbundnum stjórnmálum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Sjá einnig: „Spilling og valdhroki á ekki upp á pallborðið“