Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 18:17 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins og svara spurningum um það. Nefndin bauð Hönnu Birnu á sinn fund í janúar, í kjölfar þess að umboðsmaður Alþingis sagði samskipti hennar við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins „ósamrýmanleg“ stöðu hennar, en svar hennar barst ekki fyrr en í dag. Í bréfi Hönnu Birnu, sem fréttastofa RÚV birti fyrr í dag, kemur einnig fram að hún hyggst snúa aftur á Alþingi seinni hluta næsta mánaðar. Hún vísar til þess að hún hafi þegar svarað skriflegum fyrirspurnum umboðsmanns og að hún gegni ekki lengur embætti ráðherra. Hún vísar til þeirra upplýsinga og gagna sem þegar liggja fyrir í málinu og segist ekki óska eftir að koma frekari upplýsingum á framfæri.Sjá einnig: Hanna Birna setjist ekki aftur á þing „Rannsókn og saksókn umrædds máls lauk með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrum aðstoðarmanni mínum í nóvember síðastliðnum,“ segir Hanna Birna í bréfi sínu, en Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, játaði í nóvember að hafa lekið persónuupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hanna Birna hefur ítrekað haldið því fram að hún hafi ekki vitað af broti Gísla Freys fyrr en hann játaði það. „Í það ár sem málið var til umræðu reyndi ég alltaf að svara spurningum um það í samræmi við þá vitneskju sem ég hafði á hverjum tíma,“ segir jafnframt í bréfinu, en fundarboð stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var meðal annars sent vegna þess að þingmenn töldu fullyrðingar Hönnu Birnu um málið á Alþingi ekki standast. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um svar ráðherrans fyrrverandi fyrr en eftir að nefndin hefur tekið það fyrir á fundi sínum í fyrramálið.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30 Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18
Bíða enn eftir svari frá Hönnu Birnu Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra hefur enn ekki svarað beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um að hún komi á fund nefndarinnar. 3. mars 2015 18:30
Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eigi rétt á því að endurheimta traust þeirra sem kusu hana á þing. 26. janúar 2015 19:15
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30