Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2025 21:43 Kvikugangurinn sem myndaðist í gær nær langleiðina að flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem skjálftavirknin teiknar upp. Minni ferningurinn táknar 3x3 kílómetra svæði sem Hvassahraunsnefndin markaði undir innanlandsflugvöll en sá stærri 5x5 kílómetra svæði fyrir millilandaflugvöll. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25