Dæmdir ofbeldismenn á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2015 09:00 Umræða um hinn viðkvæma málaflokk er ekki alltaf í jafnvægi og hefur Páll Winkel fengið að finna fyrir því að undanförnu. Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12. Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12.
Alþingi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira