Dæmdir ofbeldismenn á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2015 09:00 Umræða um hinn viðkvæma málaflokk er ekki alltaf í jafnvægi og hefur Páll Winkel fengið að finna fyrir því að undanförnu. Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12. Alþingi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fréttaflutningur af fangelsun kaupsýslumannanna Hreiðars Más Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar, hefur vakið mikla athygli. Umræðan um þennan viðkvæma málaflokk er óvenju hatröm nú og hefur Vísir greint frá því að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi mátt sæta hótunum frá nafnlausum einstaklingum. „Við skulum segja að það séu markatilvik sem maður setur spurningarmerki við,“ segir Páll.Föngum ekki mismunaðÞessi umræða er reist á þeirri hugmynd að föngum sé mismunað eftir stétt og stöðu; að meðan sumir eru teknir engum vettlingatökum séu aðrir í bómull. Það á að eiga við um bankamennina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sú skoðun viðtekin meðal fanga. „Jájá, ég veit það og heyri af því. En, við getum ekki unnið eftir tíðaranda. Það er ekki okkar og viljum ekki taka þátt í nútímanornabrennum. Við erum í réttarríki og vinnum eftir reglum,“ segir fangelsismálastjóri sem telur umræðuna byggja á miklum misskilningi. Fráleitt sé að föngum sé mismunað og þó svo ólíklega vildi til að menn vildu standa í slíku eru hendur þeirra bundnar: „Við erum undir miklu eftirliti og góðu; fjölmiðla, umboðsmanns alþingis, ríkisendurskoðunar, pyndinganefnd Evrópuráðsins og öllum þeim lögum sem um okkar málaflokk gilda – þar á meðal jafnræðisreglu stjórnsýslulaga: Sambærileg mál skulu fá sambærilega afgreiðslu. Og sú er raunin.“Hér getur að líta flokkun fanga miðað við þá dóma sem að baki búa.Flestir á Kvíabryggju vegna fíkniefnaVísir hefur undir höndum sundurliðun yfir samsetningu fanga, eins og sjá má hér ofar; hvaða dómar eru að baki fangelsisvistuninni. 156 afplánunarpláss eru í fangelsum. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstrarútgjöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Kvíabryggju eru 63 mánuðir, lægsta refsing 2 mánuðir og hæsta refsing 16 ár. Á daginn kemur að flestir sem á Kvíabryggju eru hafa gerst sekir um fíkniefnabrot, eða 9. Næst stærsti hópurinn sem eru meðal þeirra 20 sem þar dvelja nú dæmdir fyrir auðgunarbrot. Þrír dæmdir ofbeldismenn eru á Kvíabryggju, tveir sitja inni fyrir kynferðisbrot, þrír ofbeldisbrot og einn fyrir manndráp/tilraun. Þá er enn þeirra á meðal sem situr inni fyrir umferðarlagabrot.Kynferðisbrotamenn á SogniTil samanburðar má skoða hvernig samsetningu fanga er háttað á Sogni. Meðaltal refsinga sem verið er að afplána á Sogni er 51 mánuður, lægsta refsing er 1 mánuður og hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar eru dæmdir kynferðisbrotamenn, eða sex. Fimm eru vegna fíkniefnabrota, tveir vegna manndráps/tilraunar en aðeins einn fyrir auðgunarbrot. Spurður um hvað ráði samsetningunni vísar Páll til laga. Hann segir að sjónarmið um vistun fanga séu rækilega tíunduð í 14. grein laga um fullnustu refsinga.Fréttaflutningur af fangelsun hinna umdeildu bankamanna hefur vakið tilfinningaþrungnar umræður um fanga og fangelsismál.156 fangar afplána í heild Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum eru 156 afplánunarpláss í boði. „Nýting er eins mikil og við treystum okkur til, út frá sjónarmiðum um öryggi og rekstarútgöld. Hvort tveggja þarf að vera í lagi,“ segir Páll, en í dag bíða 430 menn þess að sitja af sér sinn dóm. Samsetning þess hóps er önnur, það er mun lægri refsingar vegna léttvægari brota, enda forgangsraðað í fangelsin. Á Litla Hrauni lítur samsetningin svona út: Meðaltal refsinga að baki dómi sem fangar afplána 13.3.2015 er 55 mánuðir, lægsta refsing er 3 mánuðir, hæsta refsing er 16 ár. Flestir þar, eða 14, sitja inni vegna ofbeldisbrota. Tólf eru inni vegna auðgunarbrota, og kynferðisbrotamenn á Litla Hrauni eru stór hluti fanga eða 11. Þeir sem sitja á Litla Hrauni vegna fíkniefnabrota eru 12.
Alþingi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira