Víða á Facebook má nú sjá meðfylgjandi myndbrot af YouTube þar sem ummæli forystumanna ríkisstjórnarinnar eru rifjuð upp. Eins og fram hefur komið í fréttaflutningi kvöldsins, þá telja margir þetta ekki snúast um aðild, aðildarviðræður heldur lýðræðið sjálft og lýðræðislegt umboð. Einn þeirra er Össur Skarphéðinsson sem talar um þennan gjörning sem verstu atlögu sem gerð hefur verið að Alþingi í lýðræðissögunni.

