Friðrik mátaði umdeildan forseta FIDE Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 19:37 Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira