Innlent

Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar?

Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 

Eru spámiðlar loddarar sem hafa fé af auðtrúa fólki eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? Hvernig útskýra íslenskir miðlar samband sitt við framliðna? Og hvernig komast þeir í þetta samband? 

Þarf sá sem nýtir sér þjónustu spámiðils að vera móttækilegur fyrir boðskapnum svo hann virki? Hvers vegna koma hinir framliðnu ekki mikilvægum upplýsingum á framfæri við lifendur ef þeir eiga sér raunverulega tilvist? 

Þorbjörn Þórðarson, umsjónarmaður þáttarins,  gengur á fund Þórhalls Guðmundssonar eins frægasta og umtalaðasta spámiðils Íslands og leitar svara hjá fræðimönnum sem hafa rannsakað dulspeki.

Sjá má sýnishorn úr þættinum í meðfylgjandi myndskeiði. 

Ekki missa af Brestum á Stöð 2 annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×